Vegna undanfarinnar umræðu, sé ég mig knúinn til að tjá mig. Svo leiðinlega vill til, að einhverjir/ einhverjar, hafi móðgast við skrif mín undanfarið, og kannski sérstaklega vegna greinarinnar um
nýtt æði meðal verðandi mæðra.
Þetta harma ég.
Ég vil því nota tækifærið og biðja þá sem eiga hlut að máli afsökunar, ef ég hef sært tilfinningar þeirra, því sú var aldrei ætlunin.
Einsog allir vita er húmor tvíeggja sverð sem erfitt er að stjórna. Fólk er miskómískt þenkjandi, og má því segja að húmor sé persónulega afstæður.
Sjálfur hef ég afskaplega gaman af þessum svokallaða Baggalútshúmor, sem ég hef augljóslega reynt að stæla, með ágætis árangri er mér sagt, og mun gera það áfram. Hvað efnisval snertir mun ég halda áfram að taka dæmi úr raunveruleikanum, því hann er yfirleitt auðveldari og meðfærilegri í notkun.
Hvað greinina nýtt æði meðal verðandi mæðra snertir, þá skil ég að vissu leiti gremju frænku minnar, sem finnst ég hafa kvikindislegur, enda er hún vinkona stúlkunnar sem varð fyrir þessari reynslu. Hinsvegar sé ég málið öðruvísi.
Það var ekki fyrr en ég sá frétt um atvikið í DV að ég ákvað að þar sem málið væri opinbert, hlyti að vera í lagi að gera nett grín að því, enda málið óneitanlega kómískt í eðli sínu, þar sem móður og barni heilsast vel, a.m.k. einsog sagan var sögð mér. Því passaði ég mig sérstaklega á að persónugera ekki grínið, þannig að engin þyrfti að vita hver ætti í hlut, enda það ekki hluti af gríninu.
Því vil ég ítreka þá skoðun mína, að í mínum augum er engin/n hafin/n yfir það, að vera gert grín að. Hvort sé um homma, lesbíur, svertingja, fatlaða, óléttar konur, örvhenta, innskeifa, feitabollur eða dverga, allir eru jafnir í mínum augum, og lít ég á það sem örgustu fordóma ef ég myndi skilja einhvern minnihlutahóp útundan.
Ef einhverjir eru á öndverðum meiði, geta þeir einfaldlega sleppt því að lesa vefinn, en sjálfur kýs ég að þeir tjái sig í svokölluð commenta hólf, því það er jú tilgangurinn með vefnum, að fá umræðu, sem er jú eitt hreinasta form lýðræðis í þessu landi.
Með vegsemd og virðingu,
Trausti Salvar