miðvikudagur, apríl 19, 2006

Viðbúnaðarstig hækkað








Hér sjást þeir Baldur, Kristján, Orri og Jón Steinar á góðri stundu


Viðbúnaðarstig á Typpaeyju (Islantilla) og reyndar alls Spáns var í gær hækkað úr fölbleiku í grænblátt vegna komu íslenskra flugdólga, fjárglæframanna, badmintonspilara og annarra ógæfumanna.

Mun hópurinn hafa haldið utan undir því yfirskyni að spila golf en yfirvöld á Spáni sögðust sjá í gegnum svoleiðis lygavef enda golf aðeins stundað af mönnum komnum af léttasta skeiði sem og háöldruðum ellilífeyrisþegum. Einnig væri nóg til af golfvöllum á Íslandi og því engin ástæða til að fljúga til Spánar í þeim tilgangi.

Að sögn Baldurs Smára, foringja hyskisins, hafa sumir meðlimir hópsins sparað fyrir ferðinni í heila viku, og jafnvel leyft sér að sleppa öllu páskahaldi .
Slíkt sé til marks um þá ást sem menn hafi á íþróttinni, sem og hóruhúsum og spilavítum.

Samkvæmt talsmanni efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans á Spáni, Dinero Chantaje De la Cruz, þá hafi þeir sérstakt auga með Kristjáni Jónssyni lífskúnstner, enda heimsfrægur fjárhættuspilari.

"Takmark hans er augljóst: að vinna upphæð sem nemur öllum efnahag Spánar á 5 dögum. Það hljómar brjálæðislega, en hann hefur getuna og þolinmæðina, enda frítt að drekka meðan maður spilar."


Einnig munu spænskar blómarósir og dræsur vera í töluverði hættu, enda hinn varasami Harðfiskur með í för.


Hægt er að fylgjast með ævintýrum hópsins á síðunni http://svartagengid.blogspot.com/

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Vestfirðingar athugið!!!








Hér sést hin alræmda páskakanína (easter bunny)
riðlast á hana, að gömlum sið

Vestfirzkir Sleikipinnar kunngjöra hér með áætlan um páskafagnað næstkomandi sunnudagskveld ( Páskadag) í Kjallaranum.

Hefst gleðin stundvíslega kl. 21:00 með Kráargáfukeppni (Pubquiz) þar sem Baldur Smári mun ausa úr brunni visku sinnar yfir okkur óvitana.

Einnig verður kynþokkafyllsti Sleikipinninn valinn í samnefndri alnetskeppni og því ekki of seint fyrir keppendur að stelast í fleiri tölvur til þess að kjósa sjálfa sig.

Vegleg verðlaun verða í boði og nemur andvirði þeirra mörg hundruð krónum.

Barinn verður opinn en menn eru beðnir um að stilla drykkju í hóf enda fylgir KAN ball í kjölfarið.

Athygli skal vakin á því að allir eru velkomnir, Sleikipinnar, Gleðipinnar, Eyrnarpinnar og aðrir velunnarar.




Nefndin

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Menningarlegt stórslys í uppsiglingu





























Teikning af fyrirhugaðri breytingu á framhlið Félagsheimilisins. (Fremst í röðinni eru þau Hlédís og Gunnar)

Samkvæmt menningarvitanum og listaspíruni T.S Christians, þá er fyrirhuguð viðbygging við Félagsheimili bolvíkinga "Algert rugl og kjaftæði. Bæði menningarlega, samfélagslega og svakalega!"

T.S Christians segir að að hinn forn póst-móderníski byggingarstíll í kringum 1845 hafi ráðið hönnun hússins í byrjun, en vikið sé frá honum með í nýrri hönnun með "..einhverskonar viðbjóðsgreppistrýnilegum nútíma arkitektúr sem er álíka smekklegur og miðaldra karlmenn í jogging- galla!"

Að vísu leggur T.S Christians blessun sína yfir alla aðra hönnun hússins, innan dyra sem utan. Það er aðeins framhliðin sem fer fyrir brjóstið á T.S.

"Þetta er einsog að láta framenda af Hondu Civic '99 á Rolls Royce, eða að Valdi Ingólfs fengi sér Beckham klippingu, þetta bara passar ekki!!! "

T.S Christians finnst framendi hússins einsog hann er, bæði virðulegur og einkennandi fyrir bygginguna, hálfgert vörumerki.

"Auðvitað er hann það. Þetta er einsog að Traðarhyrnan væri sprengd í loft upp, eða að bolvíkingar færu að geta eitthvað í fótbolta. Þetta eru hlutir sem eru skapgerðareinkenni bæjarins, og við slíku má ekki hrófla. Þeir mega klína hverju sem er allsstaðar annarsstaðar á húsræfilinn, en ekki að framanverðu. Það er hneisa!" sagði T.S Christians að lokum.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Langt á undan sinni samtíð








Orri Örn Jón Valgeir Guðmundsson


Jón Valgeir Guðmundsson, fyrrverandi gjaldkeri EG, afi Nonna og bæjarvitringur, segir í nýútkominni álítsgerð sinni að Orri Örn Árnason, hugvitsmaður og viðskiptafrömuður, sé "...langt á undan sinni samtíð og jafnvel framtíð líka! ...ffnnngghhh... "

Jón kemst að þessari niðurstöðu eftir að hafa safnað saman upplýsingum um þennan nýjasta meðlim bolvíkinga.

"Honum hefir löngum verið strítt vegna hugsjóna sinna ...fffnngghhhh...einsog þegar strákarnir hlógu að honum vegna kaupa á Hjallinum í Borgarnesi....fffnngghhhh...og þegar hann spurði:hvernig er það er ekkert verið að bora eftir vatni hérna? "

Einsog glöggir lesendur bloggs fólksins og BB.is hafa séð, hefur bæjarráð Bolungarvíkur ákveðið að óska eftir styrkjum til borunar á þremur stöðum eftir heitu vatni. Einnig seldi Orri Hjallinn fyrir metfé, nokkuð sem engin þorði að vona, ja nema kannski Orri sjálfur?

"Maður er bara með ákveðna framtíðarsýn sem maður stendur og fellur með. Ég hef uppi ýmis áform varðandi uppbyggingu og skipulag Bolungavíkur. T.d má nefna stjörnuflaugaskotpalla sem gætu nýst okkur við heimsóknir til fjarlægra stjörnuþoka, en slíkt verður jafn sjálfsagt eftir nokkur ár og spánarferð þykir nú. Þá er það spurning um að vera fyrstur með hugmyndina.

Einnig tel ég kjöraðstæður fyrir spilavítisrekstur hér fyrir vestan. Í stað álvera sem duga aðeins nokkur ár, þá eiga vestfirðingar að sameinast um uppbyggingu fjárhættuspilasamfélags, Las Vegas norðursinns. Það er ekkert því til fyrirstöðu, nema landslög, en þeim má auðveldlega breyta," sagði Orri sposkur í bragði.


Orri fluttist til Bolungarvíkur í gær. Orri er einhleypur og barnlaus, með fulla vasa fjár og æfir auk þess knattspyrnu. (Og reyndar hnit líka, en allt hitt vegur það upp)

mánudagur, apríl 03, 2006

Gerist grúppgæi!!!










Herbert Guðmundsson





Kristján Jónsson

Kristján Jónsson, lífskúnstner og athafnamaður, gerðist í dag fyrsti íslenski atvinnu grúppgæinn. Er hann einnig talinn fyrsti karlmaðurinn í alheiminum sem tekur að sér þetta starf.

Femínistafélag íslands sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu, þar sem ákvörðun Kristjáns er gagnrýnd.

"...enn og aftur hafa karlpungar þessa lands varpað skugga yfir þá kvenréttindabaráttu sem við femínistar stundum. Enn og aftur leita karlar í kvennastörf til þess eins að stela athyglinni. Femínistar skora á grúppíur þessa lands til að mótmæla ákvörðun Kristjáns fram í bleikan dauðann. Er það von okkar að hann verði útskúfaður úr þessari starfsgrein sem fyrst, áður en skaðinn er skeður."

Kristján mun elta hljómsveitina KAN á röndum næsta hálfa árið en hljómsveitin hyggst fara í tónleikaferð um landið allt.

"Starfið er gríðarlega krefjandi. Það kallar á mikil ferðalög og viðveru. Einnig er nokkuð um ölvun og óheilbrigt líferni, en það er fórn sem ég er tilbúinn að taka, " sagði Kristján með bros á vör.

Ekki náðist í Herbert Guðmundsson vegna málsins, en hann var upptekinn við ísafgreiðslustörf.