miðvikudagur, mars 09, 2005

Trausti gerist Lakers-stelpa

Trausti Salvar Kristjánsson hefur unnið sér sæti í klappstýruhópi bandaríska körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, sem gengur alla jafna undir nafninu The Laker-girls, sem útleggst; Lakers stelpurnar, á hinu ástkæra ylhýra. Ekki er vitað til þess að karlmanni hafi áður verið boðið að gerast Lakers-stelpa og er Trausta því mikill heiður sýndur með þessu. Ekki náðist í Jerry West framkvæmdarstjóra Lakers vegna málsins en Trausti segir sjálfur að liðleiki sinn hafi fyrst og fremst hjálpað sér í gegnum inntökuprófið: "Ég hef ávallt gætt þess að teygja vel á og það er greinilega að skila sér. Auk þess lék ég í þolfimi myndbandi um daginn þannig að ég á nú að þekkja þetta allt saman", sagði Trausti í samtali við blaðamann VSP og gat ekki neitað því að hann væri kominn með hnút í magann af spenningi.