þriðjudagur, mars 08, 2005

Kristján setur upp leikfangasýningu

Atvinnulífskúnstnerinn Kristján Jónsson, sem hefur tekið upp listamannanafnið Krjón, setti upp listasýningu í dag í Árnasafni.

Sýningin er byggð á gömlum leikföngum Kristjáns úr barnæsku, sem skipta tugþúsundum, en voru sjaldan eða alls ekki notuð, þar sem boltaleikir og Alice Cooper áttu hug hans allann.

"Jú maður átti nú alltaf slatta af þessu dóti, og vissulega vekja leikföngin upp margar minningar, en samt ekki sko , þar sem ég lék mér ekki með helmingnum af þessu drasli," sagði Kristján í opnunarræðu sinni í dag.

Þarna kennir margra grasa, t.d. eru báðir HE-MAN kastalarnir í mjög góðu ástandi, Karate Kid action karlar, Teenage Mutant Ninja Turtles, slatti af Lego og Playmo, GI-Joe, Star Wars, og einnig eru nokkrar Barbie dúkkur með í för, ásamt Ken, en Kristján gekkst ekki við að eiga þær, heldur vísaði á Einar bróðir sinn.

Leikfangasafnið er metið á yfir 6 milljónir króna, og hafa verið fengnir leikskólakennarar til að gæta þeirra á meðan sýningunni stendur yfir, en henni lýkur á nk. þriðjudag.