fimmtudagur, júní 07, 2007

Kristján verst allra frétta




Kristján Jónsson blaðamaður er nú sterklega orðaður við stöðu arftaka Egils Helgassonar á Stöð2 sem þáttastjórnandi og pólitískur álitsgjafi. Kristján verst allra frétta af málinu og vildi hvorki játa þessum fréttum né neita þegar Sleikipinnavefurinn hafði samband við hann nú undir kvöldið: "Ég þarf að bera það undir Baldur Smára endurskoðanda hvernig það er að vera arftaki. Þarf maður þá að greiða sömu skatta og skyldur og verktaki. Það er því í mörg horn að líta." Spurður um þáttöku hans í komandi áramótaskaupi sagðist Kristján þó ekki geta neitað því að til hans hefði verið leitað til þess að leika Egil Helgason. "Sjálfur sé ég ekki alveg þennan meinta svip sem allir eru að tala um. Mér finnst ég vera töluvert líkari Val Kilmer," bætti Kristján við.