mánudagur, mars 07, 2005

Trausti opnar sýningu á vopnum

Vopnaáhugamaðurinn Trausti Salvar Kristjánsson hefur opnað sýningu á vopnabúri sínu í galleríinu Ketilhúsinu í Eyjafirði. Kennir þar ýmissa grasa úr vopnamenningu vesturlanda síðustu 25 árin. Þar er að finna sjaldgæfa eftirlíkingu af James Bond byssu og mætti Timothy Dalton til þess að opna sýninguna, en Trausti segir hann hafa verið vanmetinn Bond. Einnig er mjög öflug laser byssa til sýnis en slíkann grip hafa sérsveitarmenn í bandaríska hernum notað. Trausti Salvar sagði í samtali við eyfirska fréttaþáttinn korter að nokkuð hefði skort á að eyfirsk bæjaryfirvöld vektu athygli á sýningunni. "Við því er ósköp einföld skýring. Við vitum hreinlega ekki hvort eitthvað af sýningargripunum séu löglegir hér á landi, og vitum enn síður hvernig þetta magn komst allt til landsins," sagðí Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri Eyjafjarðar. Trausti segir hins vegar að helsta stolt sitt á sýningunni sé nokkrar forláta Ninja stjörnur sem hann nældi sér í þegar hann bjó í Visconsin í Bandaríkjunum: "Svona Ninja stjörnur er til margra hluta nytsamlegar en ættu nú ekki að skaða neinn held ég" sagði Trausti í samtali við Korter.