Trausti hittir Mike í fyrsta sinn í 3 ár
Það var tilfinningaþrungin stund þegar Trausti Salvar Kristjánsson hitti vin sinn, píanómeistarann Micheal O´Jones í morgun en þeir höfðu þá ekki sést í 3 ár. Fundur þeirra var í fangelsinu sem Mike situr í í Japan. Sem kunnungt er var Mike tekinn höndum af japönskum yfirvöldum og settur í stofufangelsi, fyrir að hafa brotið viðskiptabann Breta á Argentínumenn árið 1982. Þá stóð Falklandseyjastríðið á milli Breta og Argentínumanna sem hæst og fór Mike og spilaði á píanóhátíð í Buenos Aires. Síðan þá hefur hann verið eftirlýstur af breskum stjórnvöldum og fór í felur á Íslandi þar sem hann var í fjöldamörg ár. Með Trausta í för í íslensku sendinefndinni sem hyggjast frelsa Mike; eru Soffía Vagnsdóttir og Hjálmar H. Ragnarsson. Að sögn Hjálmars var þetta tilfinningaþrungin stund í morgun: "Fundur þeirra var í fangelsinu sem Mike situr í í Japan, en þeir voru sitthvoru megin við glerglugga. Að beiðni Trausta lögðu þeir hendur sínar á gluggann, hvor á móti öðrum, og þá féllu tár," sagði Hjálmar. Hann minnir einnig á landssöfnunina "Mike-inn heim" og hægt er að versla boli merktum söfnuninni á www.landpostur.is.
<< Home