fimmtudagur, mars 10, 2005

Ráðning Kristjáns gagnrýnd

Ráðning Kristjáns Jónssonar í 0.5 % starf íþróttablaðamanns hjá Morgunblaðinu hefur vakið mikla úlfúð innan blaðsins.

Hefur yfirmaður minningargreinana, og barnablaðsinns, þegar sagt af sér vegna málsinns, sem og 3 blaðberar í Breiðholtinu og 2 í vesturbænum.

Einnig hafa margir kollegar Kristjáns fordæmt ráðningu hans, þar sem hann uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til að sinna starfinu af bestu getu, sem er fyrst og fremst stundvísi, en Kristján er þekktur fyrir að sinna flestum sínum "daglegu skyldum" á nóttunni, og sefur því á daginn, líkt og aldavinur hans Sverrir Stormsker.

Styrmir Gunnarsson ritstjóri blaðsins, sem ber ábyrgð á ráðningu Kristjáns, heldur því fram að ekki sé um pólitíska ráðningu að ræða, heldur hafi reynsla Kristjáns í íþróttum skipt meginmáli, og sé aðal forsenda ráðningar hans, sem og sú staðreynd, að Kristján er góðvinur Guðmundar Björnssonar, tengdasonar forsætisráðherra, og saman séu þeir 4 allgóðir golffélagar.

Kristján vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu, en kvaðst taka við stöðunni að öllu óbreyttu.