Félag áhugafólks um FFH stofnað á Akureyri
Áhugafólk um fljúgandi furðuhluti og líf á öðrum hnöttum hefur nú stofnað félag á Akureyri. Fyrsti formaður félagsins hefur verið kosinn Trausti Salvar Kristjánsson háskólanemi. Trausti hélt mjög athyglisverðan fyrirlestur á stofnfundinum þar sem hann ræddi meðal annars um svokallað geimrusl og hvaða afleiðingar það hefur fyrir áætlunarflug á milli Kína og Japan. "Fundurinn var mjög vel heppnaður við vorum fimm félagar sem mættum og svo var Magnús Skarphéðinsson heiðursgestur. Fyrir utan okkur tvo voru mætt, Kristján Möller, Valgerður Sverrisdóttir, Halldór Blöndal og Steingrímur J. Sigfússon. Hlauparinn ætlaði reyndar að mæta líka en hann þurfti að hlaupa," sagði Trausti í samtali við vefrit VSP og bætti við: "Ég hef verið að kanna jarðveginn fyrir slíkan félagsskap hér fyrir norðan og hef þegar greint samnemendum mínum frá því að örverur hafi fundist á Mars. Ég hef á tilfinningunni að mörg þeirra eigi eftir að fylgja mér í félagið." Félagið hefur fengið nafnið Geimverur og við og slóðin á heimasíðu þess er: http://www.irugli.geim
<< Home