mánudagur, ágúst 06, 2007

Er sonur Dóru Línu illa læs?

Bolvíski þyrluflugmaðurinn Jens Þór Sigurðsson átti góða spretti um verslunarmannahelgina. Þannig var að hann átti að leggja sitt af mörkum til þess að hátíðarhöldin á Neistaflugi á Neskaupsstað myndu heppnast sem best. Hápunktur hátíðarinnar átti að vera þegar Jens flaug þyrlu yfir svæðið og átti að dreifa karamellum yfir svæðið. Jens las hins vegar fyrirmæli sín vitlaust og fyrir misskilning dreifði hann kanamellum yfir svæðið. Olli þetta nokkru uppnámi á meðal mótsgesta. Jafnframt hefur þetta vakið upp spurningar um hvort Jens sé illa læs, sem þykir athyglisvert í ljósi þess að Dóra Lína móðir hans hefur kennt öðrum hverjum Bolvíkingi að lesa. Hinum helmingnum kenndi Helga Svana. Jens hefur verið í miklu stuði upp á síðkastið en um daginn reyndi hann að lenda þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjó. Í kjölfarið var boðað til blaðamannafundar þar sem Jens mætti galvaskur og hóf þagnarbindindi í beinni útsendingu.

(Frá þessu var fyrst greint í fréttatíma Baggalúts á Rás 2)