föstudagur, mars 18, 2005

Jafntefli

Gestir heimasíðu VSP telja að Trausti og Kristján séu jafn góðir pennar, reyndar er svo jafnt á mununum að þeir fengu báðir nákvæmlega mörg atkvæði. Því þarf að grípa til þess ráðs að láta hlutkesti ráða úrslitnum og hefur því verið nná í 100 kallinn fræga sem réði úrslitum í bæjarstjórnarkosningunum í Bolungarvík um árið. Kristján fær hrognkelsið en Trausti skjaldarmerkið. 100 kallinn fór á loft og kom hrognkelsið upp, því telst Kristján Jónsson vera betri penni en Trausti Salvar Kristjánsson.

Í kjölfar kvartana frá dyggum lesendum VSP-vefsins vegna skrifa Trausta um "Nýtt æði meðal verðandi mæðra" hefur verið ákveðið að leggja nýja spurningu fyrir lesendur VSP-vefsins. Spurt er: "Fór Trausti yfir strikið?"