mánudagur, mars 07, 2005

Kristján settur í gæsluvarðhald

Kristján Jónsson, atvinnulífskúnstner, hefur verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Ákæran á hendur honum er margþætt:

1. Fyrir ómannúðlega meðferð á Nissan Micru
2. Fyrir vanhirðu á Nissan Micru
3. Fyrir ólögleg kaup munntóbaks
4. Fyrir ólöglega sölu munntóbaks
5. Fyrir ólöglega vörslu munntóbaks
6. Fyrir ólöglegt fjárhættuspil
7. Fyrir að vaka of seint á nóttinni
8. Fyrir að ganga til skó og eyðileggja, á undarlegan hátt
9. Fyrir að halda alltaf með Svíþjóð
10. Fyrir að halda skyndilega með Val
11. Fyrir að koma aldrei norður
12. Fyrir að hringja sjaldan í vini sína


Kristján segist undrandi yfir ákæruliðunum, en hann sé reiðubúinn að borga skuld sína við þjóðfélagið.

"Varðandi lið 1, þá hef ég alltaf trúað á náttúrlega umhirðu, t.d. er regnvatnið í Reykjavík afskaplega vel til þess fallið að þrífa bíla, á svona náttúrulegan máta," sagði Kristján í viðtali við ´Réttu mér sápuna´blað fanga á Litla Hrauni.

Kristján sagðist ekki sjá eftir glæpum sínum, en iðraðist þó fyrir að valda ástvinum sínum missi, af sjálfum sér. "Ég hef oft verið hrókur alls fagnaðar, en hér á Litla Hrauni verð ég eflaust lókur alls fagnaðar", sagði Kristján hnugginn.