föstudagur, júlí 24, 2009

Guðmundur Gunnarsson gerist sveitavargur


Guðmundur vill verða alveg eins og Gísli Einars, og virðist langt kominn með það.

Eins og kunnugt er, þá hefur Guðmundur Gunnarsson, fjölmiðla- og fréttamaður RÚV, leyst af hinn landskunna Gísla Einarsson í júlímánuði, þar sem Gísli er í fríi í Austur Landeyjum. Hefur Guðmundur því gert fréttir sínar út frá Borgarnesi, hvar Gísli er búsettur.


Aukinheldur hefur Guðmundur fengið afnot af jeppabifreið Gísla og af því er virðist einkennisklæðnaði einnig, en síðan Guðmundur hóf störf í Borgarnesi, hefur hann ekki sést í öðru en gúmmískóm, grænni skyrtu, eða lopapeysu, sem ekki er aðeins einkennisklæðnaður Gísla, heldur Framsóknarmanna í strjálbýli upp til hópa.


Í ofanálag hefur Guðmundur tekið upp nafnið "Guðmundur Gúmmískór", en hann gengst einnig við styttingunni Gummi gúmmítútta, eða Gummitútta/Gummi Tútta. (Guðmundur hefur löngum verið heillaður af mjög stórum kvennmannsbrjóstum og er uppnefnið því skemmtilega tvírætt.)
Hefur Guðmundur tekið til þess ráðs að gefa öll sín "vestrænu, borgaralegu glyshommaföt" eins og hann orðaði það, til Rauða krossins, og mun að eigin sögn ekki láta sjá sig meðal fólks, nema hann sé annaðhvort í íslenskri lopa/ullarpeysu eða skandinavískum gúmmískóm.
Þá hefur Guðmundur einnig tekið ástfóstri við þriggja vetra ær, sem hann segir vera alveg nóg fyrir mann af sínu sauðahúsi.