sunnudagur, nóvember 21, 2010

Orri Örn fyrstu kaup Guðjóns


















Frá tvíliðaleik Borgarnesmótsins í badminton 2003

Knattspyrnumaðurinn Orri Örn Árnason hefur gengið til liðs við Bí/Bolungarvík frá badmintondeild KR, og er hann fyrstu kaup Guðjón Þórðarsonar, sem nýlega tók við stjórnartaumum Skástriksins, eins og liðið er gjarnan nefnt. Kaupverð er talið nema allt að 3500 krónum. Kaupin voru innsigluð með handabandi á stuðningsmannakvöldi liðsins á Players sl. fimmtudag, hvar Orri kom að máli við Guðjón, að fyrra bragði.

Orri Örn er 34 ára vinstri bakvörður og er þekktur fyrir hraða sinn, snerpu og óbilgirni. Hann gerði samning til tveggja vikna, eða fram að fyrsta píp-testi liðsins.

Víst er að fréttirnar munu hafa jákvæð áhrif á hópinn, enda Orri annálaður fyrir fagmennsku og gamansemi sína vestra.