föstudagur, janúar 19, 2007

Gvendur greyið í Byrginu

Gvendur í Byrginu

(syngist við lagið Gvendur á Eyrinni)

Hann Gvendur í Byrginu var gamall perrakall
og bondage var hans fró.
Hann stundaði stóðlífi og kvennafar og svall.
Í Byrginu hann bjó.

Og Guðs orð hann boðaði í bland við blíðuhót,
úr ritningunni las.
Sitt sæði kvað Gvendur vera allra meina bót,
sig sjálfan Messías.

Hann flengdi smástelpur vikuna alla,
tvær í einu þegar vel gaf.
Greip í Lille ven á milli guðspjalla
hvorki dag né nótt hann svaf.

Og Ríkið sá Gvendi gamla alltaf fyrir fé,
jafnóðum eydd´ann því.
Hann keypti sér gúmmíkylfu og túttuklemmu úr tré
og leðurfötin ný.

Hann flengdi smástelpur vikuna alla...

En Kompás í leikinn skarst og vildi skemma allt,
og fletti ofan af.
Nú er Gvendur í kuldann kominn út og þar er kalt
hann Byrgið yfirgaf.

Hann flengdi smástelpur vikuna alla...

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Framtíð Péturs Magnússonar óljós

Talið er að Pétur Magnússon muni annaðhvort skilja að skiptum við sambýliskonu sína eða láta lífið fyrir næstkomandi laugardag, ef marka má pistlaskrif unnustu hans á www.bb.is á dögunum. Ku Pétur vera uggandi yfir örlögum sínum, en að eigin sögn dauðlangar hann að fara á þorrablót bolvíkinga, en hann fær ekki útivistarleyfi hjá spúsu sinni.

Mun ákvörðunin hafa verið tekin einhliða innan veggja heimilisins en atkvæðaréttur Péturs þar mun vera takmarkaður við þáttöku hans í húsverkum, sem er óveruleg. Húsmærin mun hafa tvöfaldan atkvæðisrétt, þar sem hún gekk með barn þeirra undir belti og ól í heiminn. Einnig má Pétur ekki leika sér úti aðra hverja helgi né vera “memm”.

Pétur er á þrítugasta aldursári.

mánudagur, janúar 01, 2007

Dularfull ljós á himni











Geimförin einkenndust af skærum björtum litum



Um miðnætti í gær rigndi inn tilkynningum til lögreglu um dularfullan ljósagang á himnafestingunni. Talið er víst að fljúgandi furðuhlutir hafi þar verið á ferð, en að sögn Lofts Loftssonar, talsmanns flugmálayfirvalda, var aðeins um veðurathugunarloftbelg að ræða.

Að sögn lögreglu gengur seint og illa að yfirheyra vitni, sökum mikillar ölvunar og óstýrláta.