laugardagur, nóvember 20, 2010

Halldór slökkti ekki ljósin


Á dögunum voru Vestfirðingar hvattir til að slökkva ljósin á föstudegi fyrr í þessum mánuði. Að sögn Guðjóns Þorsteinssonar upphafsmanns átaksins, er það gert til að mótmæla niðurskurði ríkisstjórnarinnar sem virðist miða að því að leggja niður byggð í fjórðungnum. Ekki virðast allir hafa verið ánægðir með framtakið og einn þeirra er Halldór Magnússon, yfirmaður rafmagns á Vestfjörðum, sem sendi VSP yfirlýsingu vegna uppátækisins frá hornskrifstofu sinni. Yfirlýsingin er svohljóðandi:

"Ég hef aldrei á ævinni vitað neitt heimskulegra. Fólk á helst að hafa ljósin kveikt allan sólarhringinn. Svona aðgerðir geta verið mjög skaðlegar og ég vil biðja fólk um að hafa ekki rafmagn í flimtingum. Ég þarf að reka stórt heimili og Land Cruiser jeppa. Auk þess er ég með tvo tölvuskjái í Orkubúinu."