föstudagur, október 30, 2009

Metrósexúal-menn fá uppreisn æru

Trausti í góðum félagsskap klukkan 2:45. Sérlega eftirtekt vekur, að skjannahvítar tennur hans eru í algerum stíl við hvítan bolinn.


Trausti Salvar Kristjánsson, formaður Metrósexúalfélags Íslands, hefur lýst yfir ánægju sinni með þá ákvörðun Lystar Ehf um að hætta reksti McDonalds á Íslandi, og taka í stað þess upp nafnið Metro á veitingarstöðum sínum, eins og komið hefur fram í fréttum.
Trausti segir það löngu tímabært að svokallaðir metró-menn njóti sömu mannréttinda og aðrir í þjóðfélaginu.

„Árum saman höfum við mátt þola hverskyns kúgun og fordóma í okkar garð. Við erum uppnefndir á götum úti og fólk glápir á okkur með vanþóknunarsvip, líkt og við séum útrásarvíkingar, femínistar, eða eitthvað þaðan af verra. Þá er gert grín að okkur fyrir að nota rakakrem og klæðast aðskornum fötum í stíl. Enn höfum við ekki fengið okkar eigin klefa í sundlaugum þessa lands, og enn þykir það feimnismál að kaupa sér „Do it yourself“ pungaháravax í apóteki. En nú hefur orðið bylting í réttindarbaráttu okkar með opnun þriggja nýrra staða, þar sem aðeins metrómenn fá afgreiðslu. Aldrei aftur þurfum við að horfa upp á akfeita, sveitta, ósamstæða og illa klædda menn borða á sama stað og við,“ sagði Trausti í óaðfinnanlegum GK-jakkafötum sínum við blaðamann VSP í gær.


Trausti segir baráttunni þó hvergi nærri lokið hjá samtökunum. Hann segir brýna þörf á að fá Egils Kristal í alla krana landsins, ljósabekki á öll heimili, og að verð á rakakremum verði niðurgreitt af sveitarfélögunum.


Segir Trausti góðar líkur á að kröfum sínum verði framfylgt, nú þegar Árni Páll Árnason, fulltrúi samtakanna í ríkisstjórn, sé orðinn félags- og tryggingamálaráðherra.

miðvikudagur, október 28, 2009

Kristján ekki með í Skaupinu

Sá kvittur hefur komist á kreik að enn eitt árið muni Ríkissjónvarpið sniðganga Kristján Jónsson frá Bolungarvík og ráða einhvern mann að sunnan til þess að leika Egil Helgason í Áramótaskaupinu.

Kristján og Egill hafa um árabil þótt sláandi líkir, bæði í útliti og háttum.  Báðir skarta þeir gullslegnum hrokkinmakka, sofa út á mánudögum og blogga fullir. Þar að auki kenna þeir sig báðir við málma; Egill gerir út á silfur á meðan Kristján einbeitir sér að bolvísku stáli.   

“Ég er alveg hoppandi illur yfir þessu” sagði Kristján þegar blaðamaður VSP náði loks sambandi við hann laust upp úr miðnætti. “Maður vaknar bara upp eitt kvöldið og viti menn, það er bara búið að ganga frá þessu! Mér er sagt að það eigi að fá rakettufíflið úr Spaugstofunni í þetta enn eitt árið. Manninn sem setur bara á sig ljósa hárkollu og heldur svo áfram að leika Davíð!  Maður skilur bara ekki svona vinnubrögð og það er alveg á mörkunum að maður nenni að standa í þessu lengur. Hættu svo að hringja í mig, ég er nefnilega að verða strauml……………….”.

Samkvæmt heimildum VSP hefur skapast talsverð ólga í fæðingarbæ Kristáns vegna málsins. “Það verður steypt upp í rassgatið á þessum helv$&$#$  Þórhalli Gunnarssyni ef hann lætur sjá sig hérna fyrir vestan." Sagði Hagbarður Marinósson í snubbóttu samtali við VSP. “Það væri nær að snúa þessu við og láta þessa hlandhærðu kjaftaskjóðu leika Stjána. Silfrið kemst ekki með tærnar þar sem Stálið hefur hælana, og steinhaldiði svo kjafti!!  

Hvorki náðist í Egil Helgason né Þórhall Gunnarsson við vinnslu þessarar fréttar. 

miðvikudagur, október 21, 2009

Orri heimsmeistari örvhentra


Orri Örn Árnason tryggði sér um helgina heimsmeistaratitilinn í einliðaleik karla á Heimsmeistaramóti örvhentra á Spáni. Orri mætti Dananum Kim Brodersen í úrslitum en fyrir mótið var Brodersen talinn sigurstranglegastur. Brodersen vann fyrstu lotuna 13-21 en Orri jafnaði 21-15 og tryggði sér síðan gullið með 21-14 sigri í oddalotunni. Því miður eru ekki til myndir af úrslitaviðureigninni en þetta myndband náðist af Orra á öryggismyndavél morguninn eftir að sigurinn var í höfn.

mánudagur, október 12, 2009

Stefán segir sig úr Taflfélagi Bolungarvíkur


Stefán Andrésson Arnalds hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann segir sig úr Taflfélagi Bolungarvíkur. Frá þessu er greint á vefnum www.skak.is. Í tilkynningunni segir meðal annars: "Gummi bróðir er bara farinn að taka þetta allt of alvarlega eftir að hann varð formaður TB. Hann er nú farinn að banna mönnum að djamma. Það var aldrei rætt um neitt slíkt þegar við vorum að rífa upp starfið. Það er bara komið út í eitthvað rugl. Ég er það ungur að árum að ég get ekki hætt öll djammi fyrir skákina." Samkvæmt heimildum Sleikipinnavefjarins hefur Brynjar Kristjánsson tekið tíðindunum fagnandi og mun nú þegar vera búinn að bóka þá félaga á næstu Þjóðhátíð.

sunnudagur, október 04, 2009

Krónprinsinn hlaut ekki kjörgengi

Sú staðreynd að Sigurvin er nauðalíkur Árna Svavarssyni, föður Orra Arnar, er ekki talin hafa haft áhrif á úrslit kosninganna. Hinsvegar er myndin að ofanverðu ekki talin hafa hjálpað Sigurvin í kosningabaráttunni.


Sigurvin Guðmundsson, tiltölulega ungur jafnaðarmaður, lenti í síðasta sæti í formannskjöri ungra jafnaðarmanna sem haldið var á landsþingi UJ í gær, en sigur úr býtum hlaut Pind Dagný Pind Ósk Pind Aradóttir Pind.


Að sögn Sigurvins voru úrslitin honum mikil vonbrigði, en hann var talinn næsti krónprins Samfylkingarinnar í mjög þröngum hópi fólks, sem jafnan kennir sig við róttækari arm hreyfingarinnar.


"Þó svo að allir fuglar nái ekki hæstu hæðum, hætta þeir aldrei að kvaka. Bílstjórinn heldur alltaf áfram þó svo hann fái sekt frá löggunni. Bandaríkjastjórn stóð að baki 9/11 en það er ekki hægt að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt. Ég sé misrétti í mörgu, en margt sér misrétti í mér," sagði Sigurvin meðal annars í eilítið ruglingslegri yfirlýsingu þegar úrslitin lágu fyrir.


Að sögn kosningastjóra Sigurvins, var það aldur hans og kyn sem gerði útslagið.


"Sigurvin reyndist bara ekki nógu ungur þegar á hólminn var komið. og svo er hann auðvitað ekki kona, en þær þykja mun jafnari en aðrir frambjóðendur, bæði í Samfylkingunni, og UJ. Annars samsvarar Sigurvin sér mjög vel, er jafnhentur og mjög jafn á alla kanta, en hann reyndist bara ekki jafn jafn og Pindin."


Að lokum vildi Sigurvin koma því að að hann langaði rosalega mikið í negrakossa. Er það ekki talið eiga neitt skylt við fréttina.


föstudagur, október 02, 2009

Eineygður erindreki kemur úr skápnum

Guðmundur og Pierre alsælir. Þeir hafa afráðið að prófa 69 aldrei aftur.



Guðmundur G. Túttan, sérlegur erindreki utanríkisþjónustu Íslands í Genf, kom mörgum í opna skjöldu um síðustu helgi, þegar hann kom út úr skápnum eins og það er kallað, og játaði samkynhneigð sína fyrir gestum og gangandi.


Guðmundur (42) hefur að eigin sögn lengi reynt að fela þessa fötlun sína fyrir almenningi, en á stundum mátti muna litlu að leyndarmálið uppgötvaðist, segir Guðmundur í hjartnæmu viðtali við Diplo, tímariti skrifstofublóka ráðuneytisins.


"Ár mín sem flugfreyja hjá Atlanta og Iberia voru þau skemmtilegustu í lífi mínu, því þar gat ég verið ég sjálfur. Ég gat farið í handsnyrtingu án þess að nokkur gerði athugasemd við það, og bar ávallt við starfi mínu, þar sem snyrtimennska var í fyrirrúmi. Að vísu held ég að Trausta vini mínum hafi grunað eitthvað, þegar ég dró hann í útreiðatúr í Mosfellssveit eftir Þjóðhátíð, hvar einungis samkynhneigt fólk var samankomið. Ég held að það hafi verið í eina skiptið sem honum var ekki umhugað um hárgreiðsluna," sagði Guðmundur.


Guðmundur missti augað í hræðilegu harðkjarna-hommaklámsatriði við upptökur á erótísku heimamyndbandi með elskhuga sínum, Pierre í fyrravetur. Bera þeir því báðir lepp fyrir auga.

Sagði ekki skoðun sína

Gylfi var valinn "Dúllubossarasskat ársins 2005", meðan hann starfaði sem fyrirsæta á Akureyri.




Gylfi Ólafsson, verðandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Svíþjóðar, sagði ekki skoðun sína á Icesave-málinu í kokteilboði sem haldið var í heimahúsi í Stokkhólmi í gær, hvar Gylfi var gestur ásamt maka sínum. Er málið litið alvarlegum augum af Frjálshyggjufélaginu, hvar Gylfi er meðlimur.


Er þetta talið í fyrsta skipti sem Gylfi tekur ekki þátt í umræðum um þjóðmál, dægurmál, eða önnur mál í slíkum selskap, en Gylfi þykir allajafna blóðheitur og öfgasinnaður hægrimaður.


Í kokteilboðinu beindist umræðan að Icesave-málinu og ábyrgð íslendinga á því. Vék Gylfi sér þá undan í flæmingi, og breytti um umræðuefni við blásaklausan Norðmann, sem rétt áður hafði þurft að ná sér í meiri bjór. Hófu þeir tal um enska boltann, hvar Gylfi hélt sér merkilega lengi inn í umræðunni, áður en hann gafst upp og byrjaði að dansa tangó, vel við skál.


Þessi breytta atferlishegðun Gylfa er ættingjum og vinum Gylfa áhyggjuefni, því bara í síðustu viku tók hann upp á því að klæðast hvorki vesti né skyrtupeysu, og þónokkuð er síðan hann bar þverslaufu síðast. Þá hefur Gylfi ekki sést í tíglamunstri síðan í mars, og áhyggjur ástvina Gylfa því skiljanlegar.