mánudagur, október 12, 2009

Stefán segir sig úr Taflfélagi Bolungarvíkur


Stefán Andrésson Arnalds hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann segir sig úr Taflfélagi Bolungarvíkur. Frá þessu er greint á vefnum www.skak.is. Í tilkynningunni segir meðal annars: "Gummi bróðir er bara farinn að taka þetta allt of alvarlega eftir að hann varð formaður TB. Hann er nú farinn að banna mönnum að djamma. Það var aldrei rætt um neitt slíkt þegar við vorum að rífa upp starfið. Það er bara komið út í eitthvað rugl. Ég er það ungur að árum að ég get ekki hætt öll djammi fyrir skákina." Samkvæmt heimildum Sleikipinnavefjarins hefur Brynjar Kristjánsson tekið tíðindunum fagnandi og mun nú þegar vera búinn að bóka þá félaga á næstu Þjóðhátíð.