Kristján ekki með í Skaupinu
Sá kvittur hefur komist á kreik að enn eitt árið muni Ríkissjónvarpið sniðganga Kristján Jónsson frá Bolungarvík og ráða einhvern mann að sunnan til þess að leika Egil Helgason í Áramótaskaupinu.
Kristján og Egill hafa um árabil þótt sláandi líkir, bæði í útliti og háttum. Báðir skarta þeir gullslegnum hrokkinmakka, sofa út á mánudögum og blogga fullir. Þar að auki kenna þeir sig báðir við málma; Egill gerir út á silfur á meðan Kristján einbeitir sér að bolvísku stáli.
“Ég er alveg hoppandi illur yfir þessu” sagði Kristján þegar blaðamaður VSP náði loks sambandi við hann laust upp úr miðnætti. “Maður vaknar bara upp eitt kvöldið og viti menn, það er bara búið að ganga frá þessu! Mér er sagt að það eigi að fá rakettufíflið úr Spaugstofunni í þetta enn eitt árið. Manninn sem setur bara á sig ljósa hárkollu og heldur svo áfram að leika Davíð! Maður skilur bara ekki svona vinnubrögð og það er alveg á mörkunum að maður nenni að standa í þessu lengur. Hættu svo að hringja í mig, ég er nefnilega að verða strauml……………….”.
Samkvæmt heimildum VSP hefur skapast talsverð ólga í fæðingarbæ Kristáns vegna málsins. “Það verður steypt upp í rassgatið á þessum helv$&$#$ Þórhalli Gunnarssyni ef hann lætur sjá sig hérna fyrir vestan." Sagði Hagbarður Marinósson í snubbóttu samtali við VSP. “Það væri nær að snúa þessu við og láta þessa hlandhærðu kjaftaskjóðu leika Stjána. Silfrið kemst ekki með tærnar þar sem Stálið hefur hælana, og steinhaldiði svo kjafti!!
Hvorki náðist í Egil Helgason né Þórhall Gunnarsson við vinnslu þessarar fréttar.
<< Home