Orri heimsmeistari örvhentra
Orri Örn Árnason tryggði sér um helgina heimsmeistaratitilinn í einliðaleik karla á Heimsmeistaramóti örvhentra á Spáni. Orri mætti Dananum Kim Brodersen í úrslitum en fyrir mótið var Brodersen talinn sigurstranglegastur. Brodersen vann fyrstu lotuna 13-21 en Orri jafnaði 21-15 og tryggði sér síðan gullið með 21-14 sigri í oddalotunni. Því miður eru ekki til myndir af úrslitaviðureigninni en þetta myndband náðist af Orra á öryggismyndavél morguninn eftir að sigurinn var í höfn.
<< Home