miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Fékk nýjan skeiðvöll frá foreldrum












Nýja rúmið ásamt kynlífsþernum


Norðlenski piparsveinninn Trausti Salvar er ánægður þessa dagana. Fékk hann gefins nýtt rúm frá foreldrum sínum í snemmbúinni jólagjöf, enda hið gamla komið til ára sinna.

Ástæða gjafmildis foreldra Trausta er einföld, sem hafa orðið sterkefnaðir eftir að frumburðurinn flaug úr hreiðrinu. Er Þorbjörg, móðir Trausta, orðin ansi æst í barnabörn, og vildi því stuðla að auknum getnaði sonar síns með áðurnefndum hætti.

Að sögn nágranna Trausta, sem búa fyrir neðan hann, leysir þetta einnig svefnvandamál þeirra hjóna, en nýja rúmið er búið svokölluðum filter-löppum, sem dempa allt hljóð þegar hossast er við kynmök.

Líftækni og líkamsvessamiðstöð rannsóknardeildar háskóla Íslands óskaði sérstaklega eftir að fá gamla rúmið hans Trausta til rannsóknar á myndun nýs örveru samfélags sem myndast hefur í dýnu gamla rúmsins. Er talið að örverurnar geti veitt lækningu á flestum ef ekki öllum kynsjúkdómum samtímans.

Fleiri hafa keppst við að fá rúm Trausta. Playboy frömuðurinn Hugh Hefner bauð 20 milljónir dollara í rúmið, en honum vantar innblástur, að eigin sögn.

Kona sem vildi ekki láta nafn síns getið, bauð einnig í rúmið, en hún hefur reynt í mörg ár, með árangurslausum hætti, að eignast börn.


Einnig hefur Gunnar í Krossinum, í samráði við Kolbrúnu Halldórsdóttur, boðist til þess að farga rúminu, því það hafi verið verkfæri djöfulsins, vegna þess saurlifnaðar, hórdóms, og annarskonar óguðlegra synda sem hann þori ekki að nefna á nafn.


Að sögn heilbrigðiseftirlitsins mun rúmið þó sennilegast verða gert upptækt af sýkla og efnavopnadeild lögreglunnar, og brennt á báli.

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Kristján Jónsson aðalpersónan í nýjum raunveruleikaþætti



Atvinnukylfingurinn Kristján Jónsson hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöð Alþingis, þess efnis að um hann verði gerðir raunveruleikaþættir í anda þáttanna um Paris Hilton, Ozzy Osbourne og Donald Trump.

Það er Samband Ungra Sjálfstæðismanna sem mun framleiða þættina, alls 13 og kallast “The Saxaphone man” og verður fyrsti þátturinn sýndur þann 13. janúar á næsta ári.

Fylgst verður með Kristjáni frá morgni til kvölds en hinn 28 ára gamli kylfingur er einn vinsælasti kylfingur vestfjarða og hefur meðal annars náð að lenda í topp 50 á Súðavík Open.

Þar fyrir utan hefur Kristján átt í ýmsum vandamálum utan vallar, þar sem fjárhættuspil og brúarárekstrar hafa ráðið ríkjum.

Kristján þykir mjög óhefðbundinn kylfingur en hann hefur m.a. afrekað það að nota aðeins 1 högg á einni holu (hola í höggi) en það gerði hann árið 2005 í Bolungarvíkur-mótaröðinni.

föstudagur, nóvember 18, 2005

William Hung mætir til Eyja



"Hinn heimsþekkti skemmtikraftur William Hung, mun sérstaklega koma til landsins til að skemmta Eyjamönnum á landsleik Íslands og Noregs föstudaginn 25. nóvember nk. William sló eftirminnilega í gegn í American Idol í fyrra fyrir sinn einstaka söng og dans. En það var ekki síst hans einlæga framkoma sem gerði hann heimsfrægan.
Mun hann koma til landsins um miðja næstu viku og mun þá taka þátt í verkefnum á vegum fjölmiðlafyrirtækisins 365 og er síðan væntanlegur á fimmtudagskvöldinu eða föstudagsmorgninum til Eyja. En handknattleiksdeild ÍBV og 365 hafa farið í samstarf um komu hans til landsins og erum við mjög ánægð með það samstarf og viljum koma á framfæri kæru þakklæti til 365. "

Af heimasíðu ÍBV

föstudagur, nóvember 11, 2005

Afmæli Afmæli Afmæli!!!

Um þessar mundir fagnar vefsíða Vestfirzkra Sleikpinna eins árs afmæli sínu með pompi og pragt um allt land. Blómakransar eru vinsamlegast afþakkaðir.


Í tilefni þessa merka viðburðar í menningarlífi íslendinga, mun Listdansflokkurinn Þrossarnir frá Bræðratungu fremja gjörning á litla sviðinu í Grunnskóla Bolungarvíkur, við undirleik Reggí hljómsveitarinnar Hjálma.

Forseti bananalýðveldisins, herra Ólafur Ragnar Svínsson, hrín ræðu á Austurvelli og gefur góð ráð varðandi hárumhirðu og augnpíringar. Dorrit verður með í för, og flytur Bjólfskviðu, á íslensku.

Á Hlemmi kl. 15 í dag verður síðan gestum og gangandi boðið uppá 26. stærstu skúffuköku heims, en Valli bakari hefur unnið ósérhlífnu, loðnu baki brotnu við gerð kökunnar undanfarinn klukkutíma.

Klukkan 16 gefst vegfarendum síðan kostur á að grýta hórurnar úr Bachelor og Ástarfleys raunveruleika þáttunum, tilvalin skemmtan fyrir alla fjölskylduna.

Kl. 19 mun Hörður Torfason halda verklegan fyrirlestur um ranghugmyndir og fordóma varðandi samkynhneigð, en Hörður hefur um árabil gefið mikið af sér í þessum málaflokki. Fyrirlesturinn fer fram í Öskjuhlíð.

Kl 21 mun Árni Johnsen leiða fjöldasöng, og má fastlega búast við að hann steli senuni, einsog honum einum er lagið.

Afmælishátíðinni lýkur síðan með talíbanskri flugeldasýningu, og er fólk hvatt til þess að mæta í skotheldum Kevlar vestum, sem hægt er að panta í gegnum heimasíðu Björns Bjarnasonar.

Nefndin

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Björgunarsveitin Túttur bjargar unglingadansleik










Meðleg björgunarsveitarinnar



Björgunarsveitin Túttur frá Hnífsdal, hefur ákveðið að standa fyrir gæslu á dansleik sem popp hljómsveitin Skítamórall heldur á n.k. laugardag. Haukur Vagnsson, tónleikahaldari, sagði þetta algerlega bjarga deginum fyrir sig, því hann hefði verið að "skíta á sig með klúðri."

"Þetta er frábært fyrir alla aðila. Björgunarsveitin bauðst til þess að vinna frítt, ef þær fengju eiginhandaráritanir hjá hljómsveitarmeðlimum, sem er ekkert mál sko, ég þekki alveg rótarann hjá þeim, Viktor, og hann sagði að það væri örugglega alveg í lagi, " sagði Haukur við blm VSP í dag.

Aðspurð sagðist Klofhildur Rakan, lautinant í björgunarsveitinni, hæstánægð með þetta fyrirkomulag. Persónulega fyndist henni Addi Fannar sætastur, en væri þó einnig hrifin af Einari "Bad boy"Ágúst, en hann er ekki lengur í sveitinni, sökum óhóflegrar vímuefnaneyslu.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Pétur Blöndal æfur út í Jón Fanndal
















Jón Fanndal ------------------------------------------------------------Pétur Blöndal


Einsog lýðnum er ljóst, hefur Jón Fanndal, ellilífeyrisþegi, gefið 10 krónur með hverju vatnsglasi sem hann lætur frá sér á Vestfirska Alþjóðaflugvellinum á Ísafirði, þar sem hann vinnur.

Að sögn Þorláks Ragnarssonar, vara-aðalaðstoðar-yfirframkvæmdarstjóra flugvallarins, þá hefur þetta framtak gefist vel hjá Jóni.

"Ekki spurning, þetta er mjög sniðugt hjá kallinum, og stuðlar að minni gosneyslu barna og unglinga. Sjálfur fæ ég mér minnst 20-30 glös á dag, enda hefur ég aldrei verið grennri, né Sóley ánægðari. Síðan hef ég líka grætt ágætlega á þessu, td borgaði þetta Visa reikningin fyrir júní mánuð, sem var hátt í 200.000 kall! Núna er ég bara búinn að safna í viku, og ætla pottþétt að kaupa mér nýja Sálar-diskinn, það er sko á hreinu!" sagði Þorlákur og hló tryllingshlátri.

Hinsvegar hefur framtak Jóns hlotið nokkra gagnrýni hægri-manna, og þá sér í lagi frá Pétri Blöndal, sem hefur fordæmt Jón fyrir "hálfvitalegt peningavit", og "markaðslegan asnaskap."

"Það er greinilegt að þessi Jón þarna, kann ekkert að fara með peninga. Í stað þess að gefa 10 krónur, ætti hann að rukka 10 krónur fyrir vatnið! Þetta stuðlar nefnilega að minnkandi neysluvísitölu, því hreyfingar á goskaupum þarna vestra eru farnar að hafa áhrif á þjóðarframleiðslu goss, sem hefur minnkað um 12% Tólf prósent!!! Þetta þýðir bara minni pening fyrir heimilin, og einstæðar húsmæður í Breiðholtinu verða að gera sér að góðu 77.986 krónur á mánuði með þessu áframhaldi. Þetta verður einnig til þess að tannlæknaþjónusta mun dvína, vegna lítils framboðs sjúklinga. Heilsuræktar stöðvar munu fara á hausinn hver á fætur annarri, og börn munu fara fyrr að sofa, sem ja, er reyndar ágætt. En samt sem áður, þá er þetta bara alger hálfvitaskapur í Jóni!", sagði Pétur afar agiteraður við blm VSP í dag.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Fangaflug 2 tekin upp á Íslandi








Nikulás Búr ............................................Björn Bjarnason


Stórmyndin Fangaflug 2, eða Conair 2, verður tekin upp að mestu hér á landi, að sögn Donalds Rumsfield, aðalframleiðanda myndarinnar. Sagði Rumsfield að tökur væru þegar hafnar, og notast væri við alvöru fanga til að ná fram raunverulegum áhrifum.

Stórleikarinn Nicholas Cage fer með aðalhlutverkið líkt og í fyrstu myndinni, en Björn Bjarnason mun fara með hlutverk hins heróða einræðisherra, Kapteins Ljóts.