miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Björgunarsveitin Túttur bjargar unglingadansleik










Meðleg björgunarsveitarinnar



Björgunarsveitin Túttur frá Hnífsdal, hefur ákveðið að standa fyrir gæslu á dansleik sem popp hljómsveitin Skítamórall heldur á n.k. laugardag. Haukur Vagnsson, tónleikahaldari, sagði þetta algerlega bjarga deginum fyrir sig, því hann hefði verið að "skíta á sig með klúðri."

"Þetta er frábært fyrir alla aðila. Björgunarsveitin bauðst til þess að vinna frítt, ef þær fengju eiginhandaráritanir hjá hljómsveitarmeðlimum, sem er ekkert mál sko, ég þekki alveg rótarann hjá þeim, Viktor, og hann sagði að það væri örugglega alveg í lagi, " sagði Haukur við blm VSP í dag.

Aðspurð sagðist Klofhildur Rakan, lautinant í björgunarsveitinni, hæstánægð með þetta fyrirkomulag. Persónulega fyndist henni Addi Fannar sætastur, en væri þó einnig hrifin af Einari "Bad boy"Ágúst, en hann er ekki lengur í sveitinni, sökum óhóflegrar vímuefnaneyslu.