föstudagur, nóvember 11, 2005

Afmæli Afmæli Afmæli!!!

Um þessar mundir fagnar vefsíða Vestfirzkra Sleikpinna eins árs afmæli sínu með pompi og pragt um allt land. Blómakransar eru vinsamlegast afþakkaðir.


Í tilefni þessa merka viðburðar í menningarlífi íslendinga, mun Listdansflokkurinn Þrossarnir frá Bræðratungu fremja gjörning á litla sviðinu í Grunnskóla Bolungarvíkur, við undirleik Reggí hljómsveitarinnar Hjálma.

Forseti bananalýðveldisins, herra Ólafur Ragnar Svínsson, hrín ræðu á Austurvelli og gefur góð ráð varðandi hárumhirðu og augnpíringar. Dorrit verður með í för, og flytur Bjólfskviðu, á íslensku.

Á Hlemmi kl. 15 í dag verður síðan gestum og gangandi boðið uppá 26. stærstu skúffuköku heims, en Valli bakari hefur unnið ósérhlífnu, loðnu baki brotnu við gerð kökunnar undanfarinn klukkutíma.

Klukkan 16 gefst vegfarendum síðan kostur á að grýta hórurnar úr Bachelor og Ástarfleys raunveruleika þáttunum, tilvalin skemmtan fyrir alla fjölskylduna.

Kl. 19 mun Hörður Torfason halda verklegan fyrirlestur um ranghugmyndir og fordóma varðandi samkynhneigð, en Hörður hefur um árabil gefið mikið af sér í þessum málaflokki. Fyrirlesturinn fer fram í Öskjuhlíð.

Kl 21 mun Árni Johnsen leiða fjöldasöng, og má fastlega búast við að hann steli senuni, einsog honum einum er lagið.

Afmælishátíðinni lýkur síðan með talíbanskri flugeldasýningu, og er fólk hvatt til þess að mæta í skotheldum Kevlar vestum, sem hægt er að panta í gegnum heimasíðu Björns Bjarnasonar.

Nefndin