fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Pétur Blöndal æfur út í Jón Fanndal
















Jón Fanndal ------------------------------------------------------------Pétur Blöndal


Einsog lýðnum er ljóst, hefur Jón Fanndal, ellilífeyrisþegi, gefið 10 krónur með hverju vatnsglasi sem hann lætur frá sér á Vestfirska Alþjóðaflugvellinum á Ísafirði, þar sem hann vinnur.

Að sögn Þorláks Ragnarssonar, vara-aðalaðstoðar-yfirframkvæmdarstjóra flugvallarins, þá hefur þetta framtak gefist vel hjá Jóni.

"Ekki spurning, þetta er mjög sniðugt hjá kallinum, og stuðlar að minni gosneyslu barna og unglinga. Sjálfur fæ ég mér minnst 20-30 glös á dag, enda hefur ég aldrei verið grennri, né Sóley ánægðari. Síðan hef ég líka grætt ágætlega á þessu, td borgaði þetta Visa reikningin fyrir júní mánuð, sem var hátt í 200.000 kall! Núna er ég bara búinn að safna í viku, og ætla pottþétt að kaupa mér nýja Sálar-diskinn, það er sko á hreinu!" sagði Þorlákur og hló tryllingshlátri.

Hinsvegar hefur framtak Jóns hlotið nokkra gagnrýni hægri-manna, og þá sér í lagi frá Pétri Blöndal, sem hefur fordæmt Jón fyrir "hálfvitalegt peningavit", og "markaðslegan asnaskap."

"Það er greinilegt að þessi Jón þarna, kann ekkert að fara með peninga. Í stað þess að gefa 10 krónur, ætti hann að rukka 10 krónur fyrir vatnið! Þetta stuðlar nefnilega að minnkandi neysluvísitölu, því hreyfingar á goskaupum þarna vestra eru farnar að hafa áhrif á þjóðarframleiðslu goss, sem hefur minnkað um 12% Tólf prósent!!! Þetta þýðir bara minni pening fyrir heimilin, og einstæðar húsmæður í Breiðholtinu verða að gera sér að góðu 77.986 krónur á mánuði með þessu áframhaldi. Þetta verður einnig til þess að tannlæknaþjónusta mun dvína, vegna lítils framboðs sjúklinga. Heilsuræktar stöðvar munu fara á hausinn hver á fætur annarri, og börn munu fara fyrr að sofa, sem ja, er reyndar ágætt. En samt sem áður, þá er þetta bara alger hálfvitaskapur í Jóni!", sagði Pétur afar agiteraður við blm VSP í dag.