sunnudagur, nóvember 20, 2005

Kristján Jónsson aðalpersónan í nýjum raunveruleikaþætti



Atvinnukylfingurinn Kristján Jónsson hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöð Alþingis, þess efnis að um hann verði gerðir raunveruleikaþættir í anda þáttanna um Paris Hilton, Ozzy Osbourne og Donald Trump.

Það er Samband Ungra Sjálfstæðismanna sem mun framleiða þættina, alls 13 og kallast “The Saxaphone man” og verður fyrsti þátturinn sýndur þann 13. janúar á næsta ári.

Fylgst verður með Kristjáni frá morgni til kvölds en hinn 28 ára gamli kylfingur er einn vinsælasti kylfingur vestfjarða og hefur meðal annars náð að lenda í topp 50 á Súðavík Open.

Þar fyrir utan hefur Kristján átt í ýmsum vandamálum utan vallar, þar sem fjárhættuspil og brúarárekstrar hafa ráðið ríkjum.

Kristján þykir mjög óhefðbundinn kylfingur en hann hefur m.a. afrekað það að nota aðeins 1 högg á einni holu (hola í höggi) en það gerði hann árið 2005 í Bolungarvíkur-mótaröðinni.