föstudagur, mars 31, 2006

Örvhentur atvinnutvífari græddi milljónir á fasteignabraski!




















Hér sést Orri í gervi Brodda Kristjánssonar
(takið eftir nálægðinni við eyra stúlkunnar)

Orri Örn Árnason, atvinnutvífari þeirra Brodda Kristjánssonar og Roberts Prosineskís, varð í dag fyrsti örvhenti einstaklingurinn til þess að græða á fasteignaviðskiptum.

Þykir þetta nokkuð merkilegt afrek í ljósi þess að öll pappírsvinna fasteignaviðskipta er ætluð rétthentum.

"Þetta gekk í raun eins og í sögu. Að vísu þótti gjaldkera bæjarinns óþægilegt að hafa bein samskipti við mig en þar sem ég er örvhentur mátti í raun búast við því fyrirfram," sagði Orri og brosti út í vinstra munnvikið.

Einnig þykja viðskiptin athygliverð í ljósi ástands eignarinnar sem Orri náði að selja með 100% álagningu, en hún er í daglegu tali nefnd Hjallurinn, sem gefur raunsæja mynd af ásigkomulagi fasteignarinnar.

"Ég var auðvitað búinn að gera heilmikið fyrir húsið hvað sem hver segir. Ég skipti algerlega um allar ljósaperur í fyrrasumar og síðan smurði ég hjarirnar á útidyrahurðinni. Einnig þreif ég klósettið og fékk mér Stöð 2, þannig að endursöluverðið þaut átómatískt upp auðvitað."

Orri sagðist að lokum hæstánægður með söluna því nú gæti hann borgað upp gamlar pókerskuldir, sem skipta hundruðum þúsunda.

miðvikudagur, mars 29, 2006

Guðmundur hlýtur Rúllandi-r verðlaunin



Gvöðmundur á góðri stund

Guðmundur Gunnarsson, hinn fasþíði útvarpsþulur Svæðisútvarps Norðurlands (RúvAk), hlaut í gær Rúllandi-r verðlaunin sem Skýrmælginefnd Blaðamannafélagsins veitir árlega.

Guðmundur veitti verðlaununum viðtöku í gær. Verðlaunin hlýtur hann fyrir aðdáunarverða frammistöðu við störf hjá RúvAk síðustu mánuði, þar sem flóknustu samhljóðasamstæður eru bornir fram skýrt og skilmerkilega og „errin rúlluð af einstakri natni,“ eins og segir í úrskurði dómnefndar.

„Þetta er gríðarlega mikill heiður fyrir mig,“ sagði Guðmundur að viðtökunni lokinni, en í ræðu sem hann hélt við það tækifæri endursagði hann gamla gátu sem hann hafði lært í barnaskóla um fjölda erra í sögunni um rómverska riddarann.

„Fólk altént skilur oft spurninguna þannig,“ sagði Guðmundur hreykinn „en í raun er spurningin sáraeinföld; hvað eru mörg err í 'því'!?“

Guðmundur sagði aðspurður ekki hafa æft stíft skýrmælgi og rúllun erra áður en hann hóf störf við Svæðisútvarp Norðurlands. „En ætli reynsla mín við kvennastörf um borð í spænskum fljúgandi hrákadöllum hafi ekki eitthvað með þetta að gera.“

Guðmundur hyggst nýta sér þessa nýfengnu frægð til fjáröflunar fyrir glaumgosalíf sitt sem hann stundar. Meðal annars býður hann veislustjóraþjónustu sína áhugasömum „og aðalatriðið er að sjálfsögðu þegar ég rúlla errið í fjöldasöng á 'Rúllandi rúllandi',“ sagði Guðmundur að lokum áður en hann fór í svarta dúnúlpu sína og hélt út í vorandvarann.

(Heimild: Útibússtjóri Skandinavíudeildar)

þriðjudagur, mars 28, 2006

" Gríðarleg vonbrigði!!! "










Pétur setti upp kynþokkafullann svip fyrir ljósmyndara VSP

Pétur Magnússon, gellugöndull, tussutryllir og klobbakarl, komst ekki áfram í 10 manna úrslit keppninnar "Kynþokkafyllsti Vestfirðingurinn 2006".

Koma úrslitin gríðarlega á óvart því sigur Péturs átti aðeins að vera formsatriði.

BLM: "Pétur, hvað klikkaði?"

Pétur: " Andskotans helvítis samsæri hjá þessum þingmannssyni. Hann er með djöfulsins sambönd út um allt. Ætli pabbi hans hafi ekki hringt í ritstjóra BB og lofað honum kvóta!"

BLM: "Pétur, hvað gerirðu þá nú?"

Pétur: "hnuss. Ætli maður verði ekki bara að skrá sig í herra Ísland, andskotans djöfulsins..."

fimmtudagur, mars 23, 2006

Hægri slagsíða skekur Háskóla Akureyrar













Hér sést hægri slagsíðan á góðri stund


Að undanförnu hefur slagsíða, kennd við öfgasinnaða hægristefnu, hrellt nemendur Háskólans á Akureyri. Hefur slagsíðan básúnað boðorð Milton Friedmans hástöfum og borið óhróður kapítalista á veggi mötuneytisins.

Samkvæmt Elísabetu Hildi Sólveigu Einarsdóttur, talskonu örvilnaðra vinstrisinnaðra femínista, er þetta ekkert annað en “..helvítis karlrembuáróður, misrétti og lygi.”

Framundan eru formannskosningar félags stúdenta við Háskólann á Akureyri. Að sögn Elísabetar hefur hægri slagsíðan haft uppi ólöglegar kosningabrellur.

Ein þeirra er að misnota tölvupóstkerfi háskólans með því að senda ítarlegar upplýsingar um eigið ágæti til allra nemenda skólans.

Önnur var að senda mynd af mótframbjóðanda í vafasömum stellingum í slagtogi við 5 aðra fullorðna gifta karlmenn eftir miðnætti.

Hefur hægri slagsíðan neitað öllum slíkum sögusögnum og ber við gleymsku.

“Ég kannast ekki við að hafa gert þetta. Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um.”

mánudagur, mars 20, 2006

Nýjar þotur í stað þeirra bandarísku








Stiga þota ásamt 2 flugmönnum

Björn Bjarnason, hershöfðingi, aðmíráll, mæjor og lautinant Íslenska lýðveldishersins,
hefur í samráði við Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi innkaupastjóra skrandeildar varnarliðsins, keypt 4 nýjar þotur til loftvarna Íslands.
Munu þær leysa af F-15 þotur bandaríska sjóhersins.

Þoturnar eru af Stiga-gerð og ná allt að 120 km hraða í brekku, að vetri til.
Þær geta borið einn fullorðinn mann, og eru búnar fullkomnum bremsu og beygju búnaði.

Þoturnar kosta allt að 1299 krónur stykkið, en að sögn varnarmálaráðuneytisins náðist samhliða-einhliða og alhliða samkomulag milli framleiðanda og Alfreðs um magnafslátt.

Er því heildarkostnaður þotanna sléttar 5000 krónur.

Að sögn Björns er þetta söguleg stund í varnarmálum Íslands, líkt og þegar herskipin Sóðinn, Kýr, Fægir og Bjór voru keypt.

"Þau skip hafa þjónað okkur vel. En sökum aldurs og framfara í hertækni þarf að leysa þau af. Því hef ég afráðið að kaupa 2 flugmóðurskip, 3 tundurspilla, og einn kjarnorkukafbát," sagði Björn með stríðsglampa í augunum.

Öll skipin verða smíðuð á Kúbu, en Kúbverjar eiga sér langa og merka sjósögu, þó sérstaklega í siglingum til Bandaríkjanna.

föstudagur, mars 10, 2006

Illa haldinn af eyrnablæti!!!




















Orri Örn Árnason, bolvíkingur, hefur viðurkennt að vera með eyrnarblæti (ear fetish) á háu stigi. Sagðist hann nú vera í meðferð við fíkninni sem er af svipuðum toga og kynlífsfíkn og pedófilía.

Ástandið lýsir sér þannig að Orri fær sjúklegar kynferðislegar kenndir í hvert skipti sem hann svo mikið sem sér kvenmannseyru. Oft og iðulega reynir hann að komast í tæri við eyrun til þess eins að fullnægja sjúklegum þörfum sínum.

Að mati sérfræðinga er hér með komin skýring á hinu mikla gjálífi Orra undanfarin 12 ár eða svo. Þeir segja stúlkur á skemmtistöðum ákjósanleg skotmörk því það sé kjörinn vettvangur fyrir menn eins og Orra til að hvísla í eyru þeirra.

Ein mynd náðist af Orra í miðjum slíkum klíðum. Þar skín pervertisminn úr einbeittu andliti Orra meðan hann býr sig undir að reka tunguna þéttingsfast í eyra saklausrar stúlkunnar, Kristínu Ottesen, fagottleikara í Sinfóníuhljómsveit suður-Dalasýslu.

"Það versta við þessi tilfelli er að fórnarlömbin gera sér sjaldan eða aldrei grein fyrir hvað er í gangi. Þau halda gjarnan að um spaug sé að ræða þar sem ölvun og slíkt spila inní. Sannleikurinn er í raun miklu hræðilegri," segir Magnús Þór Jónsson eyrnarblætissérfræðingur Stígamóta.

Talið er að fórnarlömb Orra séu á annað þúsund stúlkna en aðeins tvær þeirra hafa þorað að stíga fram með kæru á hendur honum.

Íbúar Bolungavíkur hafa í kjölfarið safnað undirskriftalistum með því markmiði að fá beiðni Orra um flutning á lögheimili til Bolungavíkur hafnað.

"Við viljum enga perra í bæinn okkar. Slíkir menn geta bara verið heima hjá sér!" sagði Kári Guðmundsson reiðri, en skrækri röddu.

Frekar verður fjallað um málið síðar.

miðvikudagur, mars 08, 2006

Kynþokkafyllsti Vestfirðingurinn valinn

Á bb.is er nú hafin leit að kynþokkafyllsta Vestfirðingnum , bæði í karla og kvennaflokki.

Athygli vekur að Guðmundur Gunnarsson, ríkisstarfsmaður, hefur fjölgað innslögum sínum í sjónvarpsfréttum um helming og er farinn að leysa Gest Einar af í Hvítum Mávum. Einnig heimtaði Guðmundur að lesa íþróttafréttirnar hjá Óla Palla, en það hefur Bjarni Fel gert um árabil. Einnig hefur Guðmundur dýpkað rödd sína töluvert í viðtölum og gengur nú í þykkbotna Buffalo skóm. Guðmundur er einnig eini karlkyns fréttamaðurinn í sögu RÚV sem látið hefur farðað sig, fyrir bæði sjónvarps og útvarps innslög.

Þess ber einnig að geta að Orri Örn Árnason, sóknarmaður í knattspyrnu og húseigandi, hefur beðið yfirvöld um að hraða umsókn sinni um flutning á lögheimili til Bolungavíkur. Orri veit sem víst að bolvískir knattspyrnumenn njóta gjarnan mikillar kvenhylli og vonast hann því eftir að verða gjaldgengur í kosninguna. Heyrst hefur einnig að Orri muni kenna stúlkum á aldrinum 16-34 ára undirstöðuatriðin í hniti, í íþróttasal Bolungarvíkur, á föstudögum kl. 20:00 í vetur.

Kristján Jónsson lífskúnstner hefur einnig gefið kost á sér í keppnina en fær aðeins að keppa í flokki stúlkna. Dómnefnd komst að þessari niðurstöðu eftir fund með Kristjáni og Eiríki hárskera hans, sem hefur minnkað afslátt Kristjáns niður í aðeins 5% (áður 25%)

Trausti Salvar Kristjánsson, fjölriðill, sagðist ekki hafa áhuga á keppninni sem slíkri enda einnar konu maður. Við síðustu talningu hafði Trausta aðeins borist eitt utankjörstaðaratkvæði og var það frá Danmörku.