fimmtudagur, mars 23, 2006

Hægri slagsíða skekur Háskóla Akureyrar













Hér sést hægri slagsíðan á góðri stund


Að undanförnu hefur slagsíða, kennd við öfgasinnaða hægristefnu, hrellt nemendur Háskólans á Akureyri. Hefur slagsíðan básúnað boðorð Milton Friedmans hástöfum og borið óhróður kapítalista á veggi mötuneytisins.

Samkvæmt Elísabetu Hildi Sólveigu Einarsdóttur, talskonu örvilnaðra vinstrisinnaðra femínista, er þetta ekkert annað en “..helvítis karlrembuáróður, misrétti og lygi.”

Framundan eru formannskosningar félags stúdenta við Háskólann á Akureyri. Að sögn Elísabetar hefur hægri slagsíðan haft uppi ólöglegar kosningabrellur.

Ein þeirra er að misnota tölvupóstkerfi háskólans með því að senda ítarlegar upplýsingar um eigið ágæti til allra nemenda skólans.

Önnur var að senda mynd af mótframbjóðanda í vafasömum stellingum í slagtogi við 5 aðra fullorðna gifta karlmenn eftir miðnætti.

Hefur hægri slagsíðan neitað öllum slíkum sögusögnum og ber við gleymsku.

“Ég kannast ekki við að hafa gert þetta. Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um.”