föstudagur, desember 30, 2005

Þorbjörg Magnúsdóttir

..er móðir Trausta Salvars Kristjánssonar til 27 ára. Hún á það til að koma með nokkur gullkorn og vill síðuhaldari deila einu slíku með lesendum, í tilefni nýs árs.

Tobba: "...eru svo hamingjusöm með nýja barnið. Þau svífa alveg á grænu ljósi."

Trausti Salvar: " Ha? Grænu ljósi?"

Tobba: " eh...nei, ég meina bláu teppi!"

Trausti Salvar: " Hvaða rugl er þetta kona! Hvað ertu að reyna segja?"

Tobba: "æ þú veist rauðu...."

Trausti Salvar: " Meinarðu bleiku skýi?"

Tobba: " Já, einmitt það! Bleiku skýi! "

Gefið mömmu gott klapp.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Ráðherrar hækkuðu um 102% en vísitalan um 51%

Allir ráðherrar ríkistjórnarinnar hafa hækkað um 102% á síðustu sjö árum, meðan vísitalan hefur einungis hækkað um 51% Er það hækkun um 1,70 cm að meðaltali á hvern þingmann.

Ögmundur Jónasson sagðist ekkert lítast á blikuna, enda væru ráðherrarnir margir hverjir nægilega hávaxnir. " Allir karlarnir eru meira en meðalmenn á hæð og mega vart við meiri hækkun. Allir voru þeir vel á annan metra, en eru núna vel á þriðja metra, sem verður að teljast óeðlileg hækkun," sagði Ögmundur hneykslaður.

Kolbrún Halldórsdóttir hafði einnig áhyggjur. "Ef allir líkamshlutar hafa stækkað í samræmi við hækkun þingmanna mega eiginkonurnar fara að passa sig. Þingmenn geta ekki einir búið við slík forréttindi sem ballarstærð þeirra býður uppá, þá skapast ójöfnuður meðal karla, sem er slæmt fyrir allan ójöfnuð í landinu, sem var þónokkur fyrir!"

Einn þingmaður Sjálfstæðisflokks varði þó hækkunina. Fyrir hækkun var hann aðeins 1,15 cm á hæð, en er nú 1,97 á hæð. "Vissulega kemur þetta sér vel fyrir mig. Þetta mun eflaust skila sér í auknum ræðutíma í púlti, enda næ ég loks yfir það," sagði Birgir Ármannsson glaður í bragði.

Í ályktun frá stjórnarandstöðunni sagði meðal annars : "...og hefur þessi hækkun þingmanna því verið þeim til minnkunar, enda fáheyrt í samanburðarlöndunum að slík hækkun eigi sér stað."

Halldór Ásgrímsson kallaði Jóhann Svarfdæling, formann hækkunarnefndar, á fund til sín í dag og krafðist útskýringa. Jóhann sagði í stuttu máli að í stað þess að hann myndi aðlagast umhverfi sínu, ættu allir aðrir að aðlagast sér. Tók Halldór rök Jóhanns gild og munu þau væntanlega verða að landslögum snemma árs 2007.

Sigurður Ingimundarson, þjálfari körfuboltaliðsins Íslands, sagðist fagna þessum lögum, og sagðist geta gert Ísland að NBA meisturum innan 6 ára.

"Ekkert mál. Okkur hefur alltaf vantað hæðina í þetta. Við höfum allataf haft hæfileikana, okkur vantaði bara alltaf hæð og styrk. Nú vinnum við þetta, pottþétt! " sagði Ingimundur í miðju ömmuskoti.

laugardagur, desember 03, 2005

Roger Moore verður fyrir aðkasti á Íslandi

Leikarinn góðkunni Sir Roger Moore segist hafa orðið fyrir aðkasti er hann heimsótti aðsetur Unicef á Akureyri í dag. Mun ungur maður hafa verið þar aðgangsharður við leikarann og flaggað A4 blöðum fyrir framan hann af miklum móð. Moore sagði þessa upplifun hafa verið mjög einkennilega og slíkt hefði ekki hent hann síðan hann var upp á sitt frægasta: "Maðurinn kallaði sig Trausta og tjáði mér að hann gengi undir nafninu Bond-strákurinn á Íslandi. Hann sagðist vita allt sem enginn þyrfti að vita um Bond-myndirnar og vildi ólmur sýna mér handrit sem hann hefði skrifað að hinni fullkomnu Bond-mynd. Mér fannst þetta sárasaklaust til þess að byrja með, hann vildi fá mynd af sér með mér og svona. En þegar hann var farinn að biðja mig um að tala við Sean Connery fyrir sig og athuga hvort hann gæti reddað sér bikiníinu sem Ursula Andress klæddist í myndinni Dr. No, þá varð mér verulega brugðið. Hann vildi jafnframt að ég kæmi handriti hans áleiðis til framleiðenda. Þegar ég sagðist ekki geta orðið við þessum óskum þá brást hann hinn versti við og sagði að ég væri eitthvað ruglaður", sagði þessi geðþekki leikari í samtali við NFS nú undir kvöldið.
-Tekið af Vísi.is

Létu loks pússa sig saman
Skötuhjúin skömmu fyrir brúðkaupsnóttina

Jón Steinar Guðmundsson og Pálína Jóatorfadóttir létu loks pússa sig saman í gær, eftir áralanga þrautagöngu sem eitt heitasta parið í Villta Vestrinu.

Pálína, sem hefur látið sig varða mannréttindi þeldökkra, sagðist himinlifandi með athöfnina, sem var látlaus, og mjög mjög ódýr.

"Já, Jón þekkir nefnilega sýslumanninn vel, og fékk 15% afslátt, sem var miklu meira en séra Agnes gat lofað okkur, þannig að við bara ákváðum að sleppa öllu kirkjudraslinu og drífa í þessu hjá sýslumanni," sagði Pálína.

Brúðguminn, Jón Steinar, vildi reyndar stórt þemabrúðkaup að eigin sögn. "Maður er náttúrulega búinn að vera plana brúðkaupið sitt síðan maður var strákur. Ég var búinn að ákveða litinn á bindinu, og ætlaði alltaf að hafa svona fótboltaþema, þar sem gestir myndu fá pappadiska með mynd af Ruud Gullit, og glös merkt Arsenal, en það bara kostar of mikið. Síðan er Gullit náttúrulega hættur," sagði Jón vonsvikinn.

Ekki er vitað hvort Pálína gengur með barni eður ei, en vanfæra er jú helsta orsök hjónabands í dag.

Að lokum óska Vestfirzkir Sleikipinnar skötuhjúunum hjartanlega til hamingju, megi þau lengi lifa í lukku en ekki í krukku, húrra, húrra, húrra!!!

föstudagur, desember 02, 2005

Blökkukona sást í Bolungarvík


Jófríður Tinna í dag


Að undanförnu hafa Bolvíkingar séð unga blökkukonu á sveimi í bænum. Er þarna um að ræða Angólska skiptineman Ngyiiyiyghjih Oussamabamaramamama, en hún mun dveljast í eitt ár hjá Vagnsystkinunum, sem fluttu hana inn.

Hefur hún tekið upp þjált íslenskt nafn, Jófríður Tinna, sem að sögn Halla Bringu, ræðismanns Angóla á vestfjörðum, fangar bæði hinn póst-móderníska norræna blæ og hin Íslensku þjóðlegu gildi, sem og leyndardóma og litarhaft kolsvörtu Afríku.

Ngyiiyiyghjih, eða Jófríður, verður með sérstaka kynningu í slysavarnarhúsinu á laugardag, þar sem hún kennir m.a. hvernig lifa skal á drullugu vatni og flugum, hvernig skal bera ker á höfðinu, og hvernig best sé að losna við útblásinn maga. (Magaþembus barnus africus).

Á sunnudag heldur hún fyrirlestur í Félagsheimilinu sem ber yfirskriftina: Kynlíf án sníps og skapabarma. Sérstakur heiðursgestur verður Amal Rún Quase.

Að lokum á mánudag heldur Jófríður tískusýningu í Einarsbúð, þar sem afrískur fatnaður úr einkasafni hennar verður til sýnis. Sýningin er styrkt af Rauða kross Íslands.