fimmtudagur, desember 22, 2005

Ráðherrar hækkuðu um 102% en vísitalan um 51%

Allir ráðherrar ríkistjórnarinnar hafa hækkað um 102% á síðustu sjö árum, meðan vísitalan hefur einungis hækkað um 51% Er það hækkun um 1,70 cm að meðaltali á hvern þingmann.

Ögmundur Jónasson sagðist ekkert lítast á blikuna, enda væru ráðherrarnir margir hverjir nægilega hávaxnir. " Allir karlarnir eru meira en meðalmenn á hæð og mega vart við meiri hækkun. Allir voru þeir vel á annan metra, en eru núna vel á þriðja metra, sem verður að teljast óeðlileg hækkun," sagði Ögmundur hneykslaður.

Kolbrún Halldórsdóttir hafði einnig áhyggjur. "Ef allir líkamshlutar hafa stækkað í samræmi við hækkun þingmanna mega eiginkonurnar fara að passa sig. Þingmenn geta ekki einir búið við slík forréttindi sem ballarstærð þeirra býður uppá, þá skapast ójöfnuður meðal karla, sem er slæmt fyrir allan ójöfnuð í landinu, sem var þónokkur fyrir!"

Einn þingmaður Sjálfstæðisflokks varði þó hækkunina. Fyrir hækkun var hann aðeins 1,15 cm á hæð, en er nú 1,97 á hæð. "Vissulega kemur þetta sér vel fyrir mig. Þetta mun eflaust skila sér í auknum ræðutíma í púlti, enda næ ég loks yfir það," sagði Birgir Ármannsson glaður í bragði.

Í ályktun frá stjórnarandstöðunni sagði meðal annars : "...og hefur þessi hækkun þingmanna því verið þeim til minnkunar, enda fáheyrt í samanburðarlöndunum að slík hækkun eigi sér stað."

Halldór Ásgrímsson kallaði Jóhann Svarfdæling, formann hækkunarnefndar, á fund til sín í dag og krafðist útskýringa. Jóhann sagði í stuttu máli að í stað þess að hann myndi aðlagast umhverfi sínu, ættu allir aðrir að aðlagast sér. Tók Halldór rök Jóhanns gild og munu þau væntanlega verða að landslögum snemma árs 2007.

Sigurður Ingimundarson, þjálfari körfuboltaliðsins Íslands, sagðist fagna þessum lögum, og sagðist geta gert Ísland að NBA meisturum innan 6 ára.

"Ekkert mál. Okkur hefur alltaf vantað hæðina í þetta. Við höfum allataf haft hæfileikana, okkur vantaði bara alltaf hæð og styrk. Nú vinnum við þetta, pottþétt! " sagði Ingimundur í miðju ömmuskoti.