laugardagur, desember 03, 2005

Létu loks pússa sig saman




















Skötuhjúin skömmu fyrir brúðkaupsnóttina

Jón Steinar Guðmundsson og Pálína Jóatorfadóttir létu loks pússa sig saman í gær, eftir áralanga þrautagöngu sem eitt heitasta parið í Villta Vestrinu.

Pálína, sem hefur látið sig varða mannréttindi þeldökkra, sagðist himinlifandi með athöfnina, sem var látlaus, og mjög mjög ódýr.

"Já, Jón þekkir nefnilega sýslumanninn vel, og fékk 15% afslátt, sem var miklu meira en séra Agnes gat lofað okkur, þannig að við bara ákváðum að sleppa öllu kirkjudraslinu og drífa í þessu hjá sýslumanni," sagði Pálína.

Brúðguminn, Jón Steinar, vildi reyndar stórt þemabrúðkaup að eigin sögn. "Maður er náttúrulega búinn að vera plana brúðkaupið sitt síðan maður var strákur. Ég var búinn að ákveða litinn á bindinu, og ætlaði alltaf að hafa svona fótboltaþema, þar sem gestir myndu fá pappadiska með mynd af Ruud Gullit, og glös merkt Arsenal, en það bara kostar of mikið. Síðan er Gullit náttúrulega hættur," sagði Jón vonsvikinn.

Ekki er vitað hvort Pálína gengur með barni eður ei, en vanfæra er jú helsta orsök hjónabands í dag.

Að lokum óska Vestfirzkir Sleikipinnar skötuhjúunum hjartanlega til hamingju, megi þau lengi lifa í lukku en ekki í krukku, húrra, húrra, húrra!!!