fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Ástarvikan

Ástarvika Bolvíkinga er nú gengin í garð með pompi og pragt. Fengnir hafa verið þrautþjálfaðir menn að sunnan til þess að kenna afdala Bolvíkingum að fjölga sér, enda ekki vanþörf á.

Sérstök karlhóra hefur einnig verið fengin erlendis frá til þess að liðka mjaðmagrindur kynsveltra húsmæðra, en það er engin annar en Rob Schneider, sem einhverjir kannast við úr myndum einsog: Deuce Bigalow male gigalow, og..........................................ehhhhh...........já.

Bæjarstarfsmenn Bolungarvíkurkaupstaðar hafa myndað þverfaglegan hóp, leiddan af Ómari Dagbjarts, Hjölla Stewart, Finnboga Meindýraeyði, og Svenna hennar Stínu Gangó, en þeir hafa unnið sleipum höndum við að gata smokka, hettur, og skipta út sleipiefni fyrir tonnatak. Einnig munu þeir skipta P-pilluni út fyrir Viagra í apotekinu, en það heillaráð kom frá dr. Pétri Péturssyni, sérfræðingi í búlgörskum anabólískum steralækningum.

Hvað rómantík varðar, þá mun ÁTVR veita 6% afslátt af rauðvíni og Southern Comfort, sem og mun Gunnar Hallson leigja út heita pottinn í sundlauginni, með eða án öryggismyndavéla, allt eftir hentisemi kúnnans.

Blómabúðin Illgresið gefur öllum þeim sem ekki hafa aðgang að sms, eða msn tækninni blómvönd, þannig að tilhugalíf þeirra sem eru 45 ára og eldri gangi snurðulaust fyrir sig.

Þá mun Stefán Jón Hafstein halda sérstakan karlafyrirlestur um það hvernig skuli ávallt vera kynþokkafullur, og hvernig skuli viðhalda 3ja daga skeggi án þess að klæja.

Einnig mun Vala Matt halda kvennafyrirlestur um hvernig nota megi venjuleg húsgögn til rekkjubragða, með eða án maka, en þetta er svokallaður Tantra Feng Shui stíll, sem er að gera allt vitlaust í Asíu um þessar mundir, enda Kína og Indland tvö fjölmennustu ríki heims!

Rúsínan í pylsuendanum er síðan Sálarball í Víkurbæ, þar sem sérstakir smjörsýrudrykkir verða á boðstólnum, ásamt Stefáni Hilmarz, og Guðmundi Jónssyni, en þeir hafa ákveðið " að taka grúppíuslaginn aftur, aðeins þetta síðasta sinn!," að sögn Jens Hanssonar, áblásturssleikjara sveitarinnar.

(Vegna leiðindaratviks 13. þessa mánaðar, mun kvennaklósettið vera lokað í Víkurbæ. Konum er bent á karlaklósettið)

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Fréttatilkynning:Gönguklúbburinn Kviðmágarnir

Stofnaður hefur verið nýr gönguklúbbur norðan heiða, sem ber heitið Gönguklúbburinn Kviðmágarnir. Einsog er samanstendur hann af þeim Jóni Smára Jónssyni, Guðmundi Gunnarssyni, og Trausta Salvari Kristjánssyni. Þeir sem vilja "ganga" í klúbbinn þurfa aðeins að uppfylla eitt skilyrði, og ef þeir hafa ekki lagt saman tvo og tvo nú þegar, ættu þeir ekki að stunda ky...göngu yfir höfuð.

Þeir Jón og Guðmundur eru nýkomnir frá svaðilför á Spáni, þar sem þeir gengu um Pýrenníafjöllin í 2 vikur með grasið í skónum eftir föngulegum senjorítum, en engin vildi þýðast þeim.

En þeir félagar sögðust samt hafa skemmt sér vel. (sem verður að teljast hæpið.)

Trausti Salvar, sem er nýgræðingur í göngu, fór í sína jómfrúarferð í gær, þegar hann gekk með þeim félögum uppá Súlur, en það er stórbrotið fjall, með mögnuðu útsýni, einsog td Kerlingu, Herðubreið, og ruslahaugum Akureyrarbæjar, þar sem angan rotinna matvæla fær að njóta sín í heilbrigðu fjallaloftinu.

Gönguklúbburinn hyggst á fleiri uppáferðir í vetur, og vonast þeir félagar til þess að fara uppá Kerlingu áður en langt um líður.

Kviðmágarnir skora því á kvenfólkið til þess að ganga í klúbbinn, enda inntökuskilyrðin barna(fullorðins)leikur, og þeir félagar, sem eru annálaðir kynjajafnréttishugsjónarmenn, vilja endilega geta tekið kerlingar uppá Kerlingu.

föstudagur, ágúst 19, 2005

Pétur Magnússon æfur

Pétur Magnússon hefur kært mótshaldara Mýrarknattspyrnumótsins sem haldið var fyrir stuttu, vegna ágreinings um val á titlinum "Skítugasti maður mótsins", en þann titil hlaut óþekktur utanbæjarmaður.

Pétur, sem vann titilinn nokkuð örugglega í fyrra, sagðist hundsvekktur yfir því að þurfa missa þennan eftirsótta titil, og það til "djöfuls að sunnan."

"Andskotans djöfulsins skítapakk, ég foraði mig allan upp fyrir mót til þess að vera alveg pottþéttur með sigurinn. Ég meira að segja fór ekki í sturtu alla vikuna á undan til þess að líkaminn gæti vanist þessari tilfinningu, en nei nei, einhverjir djöfulsins drullupésar að sunnan hirða þetta bara einsog þeir hafi aldrei gert annað, og skammast sín ekkert fyrir það, andskotans djöfulsins helvítis djöfull!" sagði Pétur nokkuð upptrekktur í útvarpsviðtali við svæðisútvarpið í morgun.

Þrálátur orðrómur er nú uppi um að Pétur sé að snúast til metrósexualisma, enda ósigur hans í þessu máli æði grunsamlegur, sé litið til keppninnar í fyrra, og alls lífshlaups hans.

Pétur sver af sér slíkar sögur, og segist aðeins nota útrunnið Aloe Vera rakakrem eftir rakstur, til þess að "standa undir nafni".

mánudagur, ágúst 15, 2005

Kristján otar sínum tota

Kristján Jónsson, lífskúnstner, gerðist í dag umboðsmaður hinnar heimsfrægu rokkgyðju, Alice Cooper, en hún er enn í fullu fjöri, 67 ára gömul.

Kristján sagðist hafa kynnst Alice á golfvellinum, en hún er liðtækur golfari, með um 3 í forgjöf. Hittust þau Kristján á 14. holu á Keilisvelli, en þar var hún að spila ásamt hljómsveit sinni. “ Ég vatt mér að henni þegar hún var nýbúin að pútta fyrir Albatrosa, og spurði hana hvort henni vantaði ekki nýjan umboðsmann. Mér til mikillar furðu, en ómældrar gleði, sagði hún þvert já!”, sagði Kristján hrærður í símaviðtali við blm. VSP undir kvöldið.

Kristján mun skipuleggja næstu tónleikaröð Alicar, en hún mun bera nafnið Still Crazy, og er fyrirhuguð á 3ja árfjórðungi næsta árs.