fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Ástarvikan

Ástarvika Bolvíkinga er nú gengin í garð með pompi og pragt. Fengnir hafa verið þrautþjálfaðir menn að sunnan til þess að kenna afdala Bolvíkingum að fjölga sér, enda ekki vanþörf á.

Sérstök karlhóra hefur einnig verið fengin erlendis frá til þess að liðka mjaðmagrindur kynsveltra húsmæðra, en það er engin annar en Rob Schneider, sem einhverjir kannast við úr myndum einsog: Deuce Bigalow male gigalow, og..........................................ehhhhh...........já.

Bæjarstarfsmenn Bolungarvíkurkaupstaðar hafa myndað þverfaglegan hóp, leiddan af Ómari Dagbjarts, Hjölla Stewart, Finnboga Meindýraeyði, og Svenna hennar Stínu Gangó, en þeir hafa unnið sleipum höndum við að gata smokka, hettur, og skipta út sleipiefni fyrir tonnatak. Einnig munu þeir skipta P-pilluni út fyrir Viagra í apotekinu, en það heillaráð kom frá dr. Pétri Péturssyni, sérfræðingi í búlgörskum anabólískum steralækningum.

Hvað rómantík varðar, þá mun ÁTVR veita 6% afslátt af rauðvíni og Southern Comfort, sem og mun Gunnar Hallson leigja út heita pottinn í sundlauginni, með eða án öryggismyndavéla, allt eftir hentisemi kúnnans.

Blómabúðin Illgresið gefur öllum þeim sem ekki hafa aðgang að sms, eða msn tækninni blómvönd, þannig að tilhugalíf þeirra sem eru 45 ára og eldri gangi snurðulaust fyrir sig.

Þá mun Stefán Jón Hafstein halda sérstakan karlafyrirlestur um það hvernig skuli ávallt vera kynþokkafullur, og hvernig skuli viðhalda 3ja daga skeggi án þess að klæja.

Einnig mun Vala Matt halda kvennafyrirlestur um hvernig nota megi venjuleg húsgögn til rekkjubragða, með eða án maka, en þetta er svokallaður Tantra Feng Shui stíll, sem er að gera allt vitlaust í Asíu um þessar mundir, enda Kína og Indland tvö fjölmennustu ríki heims!

Rúsínan í pylsuendanum er síðan Sálarball í Víkurbæ, þar sem sérstakir smjörsýrudrykkir verða á boðstólnum, ásamt Stefáni Hilmarz, og Guðmundi Jónssyni, en þeir hafa ákveðið " að taka grúppíuslaginn aftur, aðeins þetta síðasta sinn!," að sögn Jens Hanssonar, áblásturssleikjara sveitarinnar.

(Vegna leiðindaratviks 13. þessa mánaðar, mun kvennaklósettið vera lokað í Víkurbæ. Konum er bent á karlaklósettið)