föstudagur, ágúst 19, 2005

Pétur Magnússon æfur

Pétur Magnússon hefur kært mótshaldara Mýrarknattspyrnumótsins sem haldið var fyrir stuttu, vegna ágreinings um val á titlinum "Skítugasti maður mótsins", en þann titil hlaut óþekktur utanbæjarmaður.

Pétur, sem vann titilinn nokkuð örugglega í fyrra, sagðist hundsvekktur yfir því að þurfa missa þennan eftirsótta titil, og það til "djöfuls að sunnan."

"Andskotans djöfulsins skítapakk, ég foraði mig allan upp fyrir mót til þess að vera alveg pottþéttur með sigurinn. Ég meira að segja fór ekki í sturtu alla vikuna á undan til þess að líkaminn gæti vanist þessari tilfinningu, en nei nei, einhverjir djöfulsins drullupésar að sunnan hirða þetta bara einsog þeir hafi aldrei gert annað, og skammast sín ekkert fyrir það, andskotans djöfulsins helvítis djöfull!" sagði Pétur nokkuð upptrekktur í útvarpsviðtali við svæðisútvarpið í morgun.

Þrálátur orðrómur er nú uppi um að Pétur sé að snúast til metrósexualisma, enda ósigur hans í þessu máli æði grunsamlegur, sé litið til keppninnar í fyrra, og alls lífshlaups hans.

Pétur sver af sér slíkar sögur, og segist aðeins nota útrunnið Aloe Vera rakakrem eftir rakstur, til þess að "standa undir nafni".