þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Fréttatilkynning:Gönguklúbburinn Kviðmágarnir

Stofnaður hefur verið nýr gönguklúbbur norðan heiða, sem ber heitið Gönguklúbburinn Kviðmágarnir. Einsog er samanstendur hann af þeim Jóni Smára Jónssyni, Guðmundi Gunnarssyni, og Trausta Salvari Kristjánssyni. Þeir sem vilja "ganga" í klúbbinn þurfa aðeins að uppfylla eitt skilyrði, og ef þeir hafa ekki lagt saman tvo og tvo nú þegar, ættu þeir ekki að stunda ky...göngu yfir höfuð.

Þeir Jón og Guðmundur eru nýkomnir frá svaðilför á Spáni, þar sem þeir gengu um Pýrenníafjöllin í 2 vikur með grasið í skónum eftir föngulegum senjorítum, en engin vildi þýðast þeim.

En þeir félagar sögðust samt hafa skemmt sér vel. (sem verður að teljast hæpið.)

Trausti Salvar, sem er nýgræðingur í göngu, fór í sína jómfrúarferð í gær, þegar hann gekk með þeim félögum uppá Súlur, en það er stórbrotið fjall, með mögnuðu útsýni, einsog td Kerlingu, Herðubreið, og ruslahaugum Akureyrarbæjar, þar sem angan rotinna matvæla fær að njóta sín í heilbrigðu fjallaloftinu.

Gönguklúbburinn hyggst á fleiri uppáferðir í vetur, og vonast þeir félagar til þess að fara uppá Kerlingu áður en langt um líður.

Kviðmágarnir skora því á kvenfólkið til þess að ganga í klúbbinn, enda inntökuskilyrðin barna(fullorðins)leikur, og þeir félagar, sem eru annálaðir kynjajafnréttishugsjónarmenn, vilja endilega geta tekið kerlingar uppá Kerlingu.