miðvikudagur, apríl 19, 2006

Viðbúnaðarstig hækkað








Hér sjást þeir Baldur, Kristján, Orri og Jón Steinar á góðri stundu


Viðbúnaðarstig á Typpaeyju (Islantilla) og reyndar alls Spáns var í gær hækkað úr fölbleiku í grænblátt vegna komu íslenskra flugdólga, fjárglæframanna, badmintonspilara og annarra ógæfumanna.

Mun hópurinn hafa haldið utan undir því yfirskyni að spila golf en yfirvöld á Spáni sögðust sjá í gegnum svoleiðis lygavef enda golf aðeins stundað af mönnum komnum af léttasta skeiði sem og háöldruðum ellilífeyrisþegum. Einnig væri nóg til af golfvöllum á Íslandi og því engin ástæða til að fljúga til Spánar í þeim tilgangi.

Að sögn Baldurs Smára, foringja hyskisins, hafa sumir meðlimir hópsins sparað fyrir ferðinni í heila viku, og jafnvel leyft sér að sleppa öllu páskahaldi .
Slíkt sé til marks um þá ást sem menn hafi á íþróttinni, sem og hóruhúsum og spilavítum.

Samkvæmt talsmanni efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans á Spáni, Dinero Chantaje De la Cruz, þá hafi þeir sérstakt auga með Kristjáni Jónssyni lífskúnstner, enda heimsfrægur fjárhættuspilari.

"Takmark hans er augljóst: að vinna upphæð sem nemur öllum efnahag Spánar á 5 dögum. Það hljómar brjálæðislega, en hann hefur getuna og þolinmæðina, enda frítt að drekka meðan maður spilar."


Einnig munu spænskar blómarósir og dræsur vera í töluverði hættu, enda hinn varasami Harðfiskur með í för.


Hægt er að fylgjast með ævintýrum hópsins á síðunni http://svartagengid.blogspot.com/