fimmtudagur, apríl 06, 2006

Menningarlegt stórslys í uppsiglingu





























Teikning af fyrirhugaðri breytingu á framhlið Félagsheimilisins. (Fremst í röðinni eru þau Hlédís og Gunnar)

Samkvæmt menningarvitanum og listaspíruni T.S Christians, þá er fyrirhuguð viðbygging við Félagsheimili bolvíkinga "Algert rugl og kjaftæði. Bæði menningarlega, samfélagslega og svakalega!"

T.S Christians segir að að hinn forn póst-móderníski byggingarstíll í kringum 1845 hafi ráðið hönnun hússins í byrjun, en vikið sé frá honum með í nýrri hönnun með "..einhverskonar viðbjóðsgreppistrýnilegum nútíma arkitektúr sem er álíka smekklegur og miðaldra karlmenn í jogging- galla!"

Að vísu leggur T.S Christians blessun sína yfir alla aðra hönnun hússins, innan dyra sem utan. Það er aðeins framhliðin sem fer fyrir brjóstið á T.S.

"Þetta er einsog að láta framenda af Hondu Civic '99 á Rolls Royce, eða að Valdi Ingólfs fengi sér Beckham klippingu, þetta bara passar ekki!!! "

T.S Christians finnst framendi hússins einsog hann er, bæði virðulegur og einkennandi fyrir bygginguna, hálfgert vörumerki.

"Auðvitað er hann það. Þetta er einsog að Traðarhyrnan væri sprengd í loft upp, eða að bolvíkingar færu að geta eitthvað í fótbolta. Þetta eru hlutir sem eru skapgerðareinkenni bæjarins, og við slíku má ekki hrófla. Þeir mega klína hverju sem er allsstaðar annarsstaðar á húsræfilinn, en ekki að framanverðu. Það er hneisa!" sagði T.S Christians að lokum.