mánudagur, apríl 03, 2006

Gerist grúppgæi!!!










Herbert Guðmundsson





Kristján Jónsson

Kristján Jónsson, lífskúnstner og athafnamaður, gerðist í dag fyrsti íslenski atvinnu grúppgæinn. Er hann einnig talinn fyrsti karlmaðurinn í alheiminum sem tekur að sér þetta starf.

Femínistafélag íslands sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu, þar sem ákvörðun Kristjáns er gagnrýnd.

"...enn og aftur hafa karlpungar þessa lands varpað skugga yfir þá kvenréttindabaráttu sem við femínistar stundum. Enn og aftur leita karlar í kvennastörf til þess eins að stela athyglinni. Femínistar skora á grúppíur þessa lands til að mótmæla ákvörðun Kristjáns fram í bleikan dauðann. Er það von okkar að hann verði útskúfaður úr þessari starfsgrein sem fyrst, áður en skaðinn er skeður."

Kristján mun elta hljómsveitina KAN á röndum næsta hálfa árið en hljómsveitin hyggst fara í tónleikaferð um landið allt.

"Starfið er gríðarlega krefjandi. Það kallar á mikil ferðalög og viðveru. Einnig er nokkuð um ölvun og óheilbrigt líferni, en það er fórn sem ég er tilbúinn að taka, " sagði Kristján með bros á vör.

Ekki náðist í Herbert Guðmundsson vegna málsins, en hann var upptekinn við ísafgreiðslustörf.