mánudagur, september 29, 2008

Einsi Pé skráir sig í haustrall Hafró

Einar Pétursson, framkvæmdarstjóri KNH, hljóp heldur betur á sig í síðustu viku þegar hann skráði sig í haustrall Hafró: "Mig hefur alltaf dreymt um að keppa í rallý en mamma bannaði mér að gera það fyrr en ég væri orðinn fertugur. Þegar ég sá þetta haustrall einhvers staðar í fjölmiðlum þá skráði ég mig bara. Ég hélt að Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson væru bara einhverjir frægir ókuþórar," sagði Einar svekktur í samtali við Sleikipinnavefinn. Spurður um hvenær lagt yrði úr höfn sagðist Einar ekki vera með það alveg á hreinu en Elías Kristjánsson, Umboðsmaður sjómanna og fyrrum meðlimur í Kraftaverk, væri að reyna að redda einhverjum fyrir sig.

laugardagur, september 13, 2008

Addi og Kobbi hækka nærbuxurnar

Ýmsar vörur hafa hækkað í því verðbólguskoti sem gengur yfir landið um þessar mundir. Í tuskubúð Ástmars Ingvarssonar og Jakobs Flosasonar á Laugarveginum hafa nærbuxurnar nú hækkað úr 9.900 krónum í 19.900 krónur. "Er það mikið eða lítið," spurði Jakob þegar Sleikipinnavefurinn spurði hann út í verðið á nærbuxunum og vísaði alfarið á Ástmar. Þegar vefurinn leitaði viðbragða Ástmars þá vildi hann lítið ræða verðlagið í tuskubúðinni en bauð blaðamanni eina milljón fyrir sápustykkið upp í nýrri bifreið.