laugardagur, september 13, 2008

Addi og Kobbi hækka nærbuxurnar

Ýmsar vörur hafa hækkað í því verðbólguskoti sem gengur yfir landið um þessar mundir. Í tuskubúð Ástmars Ingvarssonar og Jakobs Flosasonar á Laugarveginum hafa nærbuxurnar nú hækkað úr 9.900 krónum í 19.900 krónur. "Er það mikið eða lítið," spurði Jakob þegar Sleikipinnavefurinn spurði hann út í verðið á nærbuxunum og vísaði alfarið á Ástmar. Þegar vefurinn leitaði viðbragða Ástmars þá vildi hann lítið ræða verðlagið í tuskubúðinni en bauð blaðamanni eina milljón fyrir sápustykkið upp í nýrri bifreið.