þriðjudagur, janúar 16, 2007

Framtíð Péturs Magnússonar óljós

Talið er að Pétur Magnússon muni annaðhvort skilja að skiptum við sambýliskonu sína eða láta lífið fyrir næstkomandi laugardag, ef marka má pistlaskrif unnustu hans á www.bb.is á dögunum. Ku Pétur vera uggandi yfir örlögum sínum, en að eigin sögn dauðlangar hann að fara á þorrablót bolvíkinga, en hann fær ekki útivistarleyfi hjá spúsu sinni.

Mun ákvörðunin hafa verið tekin einhliða innan veggja heimilisins en atkvæðaréttur Péturs þar mun vera takmarkaður við þáttöku hans í húsverkum, sem er óveruleg. Húsmærin mun hafa tvöfaldan atkvæðisrétt, þar sem hún gekk með barn þeirra undir belti og ól í heiminn. Einnig má Pétur ekki leika sér úti aðra hverja helgi né vera “memm”.

Pétur er á þrítugasta aldursári.