miðvikudagur, apríl 01, 2009

Birgir leggur heilbrigðiseftirlitinu lið

Birgir Olgeirsson, rannsóknarblaðamaður Bæjarins Besta, hefur slegist í för með Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða í almennri herferð stofnunarinnar. Biggi mun fyrst og fremst beina sjónum sínum og eiturörvum að vágestum hjá opinberum stofnunum. Áhugi Birgis á aðstæðum á leikskólum hefur vakið nokkra athygli og spyrja menn sig hvort eitthvað persónulegt búi að baki. Birgir hefur aldrei gengist við því að eiga börn og borgar ekki með neinum börnum svo vitað sé. En kjaftakerlingar vestra hafa lengi talið að Birgir hafi eignast nokkur börn þegar rokkstjarna hans var sem hæst á himni eftir velgengni í Söngkeppni framhaldsskólanna hér um árið.