Kristján búinn að fá hurðina
Kristján Jónatansson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, er lukkulegur þessa dagana. Var honum að berast yfir hafið dýrgripur sem hann pantaði á Netinu: ,,Ég keypti hurð á Ebay sem var í eigu Barry Manilow. Ég hef svo sem ekki beint þörf fyrir hana en lít meira á þetta sem fjárfestingu. Þetta er eitthvað sem ég get alltaf selt aftur," sagði Kristján sem sagði að helgin yrði hefbundin hjá honum og Tobbu: ,,Við ætlum að fá okkur humar í morgunmat og verðum svo væntanlega með önd í hádeginu," sagði Kristján léttur í samtali við Sleikipinnavefinn.