mánudagur, desember 08, 2008

Stína Halldórs byrjuð að sletta

Það er ekki um að villast; Stína Halldórs er byrjuð að sletta. Fyrst sást til hennar sletta, svo vitað sé, á bloggi Kalla sonar hennar þann 2. desember 2008. Þar brá Stína fyrir sig engilsaxneska orðinu: sorry. Hefur þetta valdið íbúum Holtastígsins nokkrum heilabrotum enda hefur Stína hingað til talað óaðfinnanlega íslensku. Stína staðfesti við Sleikipinnavefinn að þetta comment sé ófalsað: "Kééélllingin var alveg helluð þarna. Þokkalega bleisuð áþví" sagði Stína létt í samtali við Sleikipinnavefinn.