föstudagur, september 22, 2006

Pétur Magg kærir Lukas Rossi

Hinn geðþekki sleikipinni Pétur Magnússon, konsúll fyrir Færeyjar á Vestfjörðum, hefur í samráði lögfræðing sinn Björn Jóhannesson, ákveðið að kæra Lukas nokkurn Rossi fyrir þjófnað á "danssporum og fleiri eggjandi sporum" eins og segir í kærunni. Rossi þessi er hamborgarasnúari á veitingastaðnum Hooters og gerði á dögunum garðinn frægann er hann sigraði í keppninni Rock Star Supernova. Pétur sagði í samtali við Þórshafnarpóstinn að sviðsframkoma Rossi væri aðeins of kunnugleg: "Sérstaklega þegar hann hleypur um sviðið og þykist vera að detta", sagði Pétur og bætti við að þessi spor hefði hann masterað á fjölum Jóns Bakans í eina tíð. "Ég hef yfirleitt átt mína bestu spretti í Víkinni og þessir taktar eru þar engin undantekning. Það er hins vegar frekar blóðugt þegar menn byggja tilraun til heimsfrægðar á stolnum töktum", sagði Pétur og bætti við: "Heitasta, heitasta, heitasta."