Orri Örn leggur spaðann á hilluna
Orri ásamt Ellerti í dag
Orri Örn Árnason, einn seinheppnasti hnitleikari samtímans, hefur ákveðið að hætta iðkun badmintons. Þetta tilkynnti Orri ásamt Ellerti B. Schram í TBR húsinu laust fyrir kl. 15 í dag.
“Sökum sambandsslita, slaks árangurs, samsæris innan TBR og BSÍ og mikilla anna í skólanum og félagslífinu hef ég, Orri Örn Árnason, afráðið að hætta iðkun badmintons, hvort sem er innan TBR, Hnitfélags Akureyrar, eða Badmintonfélags eldri borgara Bolungarvíkur. Þetta var erfið ákvörðun og mun ég sakna allra rifrildanna við Sigfús og dómarana , sem og þess að fara í gufu með strákunum eftir æfingu. Þó mun ég sérstaklega sakna allra fylleríanna fyrir og eftir mót, “ sagði Orri í yfirlýsingu sinni.
Orri hefur lengi verið aðaldriffjöðrin í félagslífi TBR og var t.d. kosinn “Vinsælasti örvhenti strákurinn” 1997. Síðan þá hefur leiðin legið niður á við og við tók töluverð drykkja hjá Orra og í kjölfarið mikil ofsóknarkennd. Vildi Orri meina að háttsettar geimverur innan ÍSÍ, BSÍ og TBR leggðu stein í götu hans á leið sinni að glæstum sigrum.
Hans helsti bandamaður í baráttu sinni við auðvald og yfirstétt hnitsins hefur verið Ellert B. Schram sem hefur lengi verið baráttumaður fyrir betri kjörum geðfatlaðra:
“Orri er sérstakur strákur sem á margt betra skilið í lífinu. Ég hélt að Bolungarvík hefði verið kjörinn staður fyrir hann, en hann kaus að snúa aftur í geðveikina í borginni,” sagði Ellert við blm. VSP.
Að sögn Orra hafa fjölmargir aðdáendur hans skorað á hann að hætta við að hætta og hafa komið upp undirskriftarlistum á netinu. Slóðin er http://www.stopp.is/
<< Home