mánudagur, ágúst 21, 2006

Kristinn H hlýtur nafnbótina Femínisti ársins

Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður og kommúnistaliðhlaupi, hlaut í gær nafnbótina Femínisti ársins, á ársþingi kvenfélagsins Þuríði (sundafylli).

Nafnbótina hlaut Kristinn fyrir fádæma ósérhlífni, sanngirni og sjentilmennsku er hann dró framboð sitt til ritara Framsóknarflokksins tilbaka, svo að kvensniftin Sæunn Stefánsdóttir kæmist að.

Þó telja margir að um pólitíska lævísi hafi verið að ræða hjá Kristni enda ólíklegt að hann hafi hlotið kosningu hvort eð er, í ljósi kjörs á formanni og varaformanni, sem báðir eru karlar á áttræðisaldri.

Hinn 17 ára gamli Birkir Jón Jónsson, sem einnig bauð sig fram til ritara, er æfur út í kvenfélagið, því að eigin sögn átti hann hugmyndina að frádrættinum.

“Ég sko, talaði við kellinn, og hérna, þú veist, tékkaði á honum, og hérna, hann bara, ´ok´ og þá sagði ég bara, ´ok´ og þá bara var ´etta klárt dæmi sko, þú veist?”, sagði Birkir Jón í gær og var mikið niðri fyrir.

Kristinn hefur neitað ásökunum Birkis og segist ekki taka þátt í sandkassaleik með leikskólabörnum.