fimmtudagur, maí 18, 2006

Komst í gallabuxurnar










Jarþrúður Grönvald í gallabuxunum þröngu



Jarþrúður Grönvald, leðjuglímukona og blautbolskeppandi, komst hjálparlaust í gallabuxurnar sínar í gærmorgun.

Jarþrúður, sem hefur lengi barist við húðfellingarsjúkdóminn offitu, sagði að loksins hefði Hollywoodkúrinn borið tilætlaðan árangur, en Jarþrúður hefur einungis drukkið appelsínusafa með öllum sínum súper-máltíðum í rúm 3 ár.

"Ég ákvað bara að fara að fordæmi Eista, girða mig í brók og bretta upp ermarnar. Þetta er ofsaleg barátta sem hefur loks skilað sér," sagði Jarþrúður andstutt.

Jarþrúður notar gallabuxur númer 54 en stefnir á að nota stærð 52 í náinni framtíð.