miðvikudagur, maí 24, 2006

Stílisti kærir VSP fyrir meiðyrði









Gary (83) stillti sér upp fyrir ljósmyndara VSP


Gary stillti Bjössa (19) upp fyrir ljósmyndara VSP


Stílisti Björns Inga Hrafnssonar, andlits Framsóknarflokksins og NoName, hefur kært þau ummæli VSP að skjólstæðingur sinn sé tölvugerður.

Stílistinn, Gary Glitter, poppari og barnaníðingur, sagðist hafa lagt allt sem hann ætti í útlit Björns.

“Blóð mitt og tár eru í Bjössa. Hann er meistarastykkið mitt, mín Mona Lisa. Hann er það sem ég vil að fólk minnist mín fyrir,” sagði Gary á merkilega góðri íslensku.

Gary fer fram á að VSP biðjist afsökunar og ummælin verði dæmd dauð og ómerk.

VSP standa þó við fréttina og eru tilbúnir til þess að mæta Gary í rétti.