Lausn fundin á Dísarlandsmálinu
Alfreð Þorsteinsson
Loksins hefur fundist lausn á Dísarlandsmálinu svokallaða. Eigendur þriggja húsa við Dísarland vildu hærri bætur frá Bolungarvíkurkaupstað en fasteignaverð kvað á um.
Ofanflóðssjóður hefur í samráði við Bolungarvíkurkaupstað og Alfreð Þorsteinsson, framkvæmdarstjóra sölunefndar varnaliðeigna, ákveðið að úthluta ratsjárstöðinni á Bolafjalli, eigendum húsanna þriggja.
Að sögn Alfreðs er nægilegt fermetrapláss fyrir a.m.k eina fjölskyldu í viðbót.
“Ehe, já það er rétt að ég tel nóg pláss fyrir fjórar vísitölufjöldaskyldur, ehe, enda Kanarnir þekktir fyrir að byggja stórt, ehe, enda stórir um sig miðja, ehe,” sagði Alfreð og ræskti sig duglega.
Grímur Atlason bæjarstjóri og Trausta Salvars eftirherma, sagði þetta góða lausn sem kæmi sér vel fyrir bæjarfélagið.
“ Þetta er góð lausn sem kemur sér vel fyrir bæjarfélagið. Svona helst ratsjárstöðin starfandi, en hann þarna, hænsnabóndi, Sigurgeir eitthvað, hefur ákveðið að sjá um lágmarks flugumferðarstjórn en hann mun hljóta þjálfun í gegnum bréfadúfuskóla. Grímur sagðist einnig tilbúinn til þess að gefa fjölskyldunum frí árskort í skíðalyftuna þegar og ef vetrarsamgöngur yrðu torfærar. “
Soffía Vagnsdóttir, ástarvikustýra, kvaðst einnig himinlifandi með niðurstöðuna.
“Sökum vægrar geislavirkni frá kóbaltnatríumklóríðsúraníumplatóníum efnablöndu í radarkúlunni, erum við að vona að einhverskonar fjölgun innan fjölskyldanna eigi sér stað. Þetta er auðvitað allt á tilraunastigi, en samkvæmt rannsóknum Úkraínska prófessorsins Vladimir Libonrehc gæti ákveðin stökkbreyting átt sér stað í barnsfæðingum ef getnaður og æxlun á sér stað á radarkúlusvæðinu,” sagði Sossa nánast froðufellandi af spenningi.
<< Home