fimmtudagur, desember 03, 2009

Milljarðamæringur byggir sumarbústað


Óvenju gestkvæmt var þegar ljósmyndara VSP bar að garði í gær.


Lottóvinningshafinn Kristján "Lýður Oddson" Jónatansson, hefur nú lokið við byggingu sumarbústaðar síns við Svínavatn, en bústaðurinn var reistur á friðuðu landi, sem telur samtals 30.000 ferkílómetra, en bústaðurinn er sjálfur um 4000 fermetrar.


Bústaðurinn, sem nefndur hefur verið "Ástarhofið" er jólagjöf Kristjáns, og tákn um hina miklu ást er hann ber til eiginkonu sinnar, Þorbjargar, sem sá alfarið um hönnun bústaðarins, enda starfaði hún um tíma sem aðal-gluggaútstillari Einarsbúðar í Bolungarvík á níunda-og tíunda áratugnum. Þá á hún alla Innlit/Útlit þættina á DVD og hefur baðherbergi hennar komist á síður Húss & Híbýlis.


Bústaðurinn er allur hinn glæsilegasti og var hvergi til sparað í lúxus. Hann telur 30 svefnherbergi, 15 baðherbergi, og þrenn eldhús. Auk þess er lyftingar-og æfingarsalur, tveir fundarsalir, bókasafn, og lítil 10-11 verslun, ef ske kynni að hjónakornunum skyldi vanta eitthvað. Þá er þar einnig knattspyrnuvöllur í fullri stærð, hvar Breiðablik mun spila heimaleiki sína í framtíðinni.
Ekki er vitað með hvaða hætti Þorbjörg hyggst endurgjalda Kristjáni ástarjólagjöfina, en gárungar segja að hún prjóni nú lopapeysu á mann sinn sem óð væri.